Umsögn LHM um:
Göngu- og hjólastígar um Kópavogsháls
Kópavogstún - breytt deiliskipulagsmörk
Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) hefur skoðað tillögu um nýtt deiliskipulag göngu- og hjólastíga um Kópavogsháls sem og breytt deiliskipulagsmörk á Kópavogstúni, en þessar tvær tillögur eru nátengdar og því vill LHM senda inn eina umsögn um þær báðar.
Skipulagssvæðið nær til bæjarlands milli Hafnarfjarðarvegar og aðlægra lóða vestan megin vegarins. Frá Skjólbraut í norðri að undirgöngum undir Hafnarfjarðarveg við Kópavogsdal í suðri. Um 600 m vegalengd. Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að mæla fyrir um legu og fyrirkomulag stofnstígs hjólreiða um Kópavogsháls og stuðla að auknu umferðaröryggi, sérstaklega gangandi og hjólandi vegfarenda. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum aðskildum hjólastíg samsíða núverandi göngustíg.
LHM er almennt hlynnt þeim framkvæmdum sem sem koma fram í tillögunum. Með þeim skapast tækifæri til að auka öryggi hjólandi og gangandi umferðar og gera leið þeirra greiðari, skilvirkari og vistlegri.
Sjá nánar í umsögn LHM