Frelsi, jafnrétti og bræðralag – Búum til borg - Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir

Margt hefur áunnist á undanförnum árum í því að bæta aðstæður gangandi og hjólandi vegfarenda á Íslandi. Í erindinu verður fyrst og fremst horft fram á veginn en þó ekki án þess að líta aðeins í baksýnisspegilinn. Til þess að val um ferðamáta sé raunverulegt þurfa valkostirnir að vera raunhæfir. Baráttunni fyrir bættum aðstæðum til hjólreiða svipar um margt til jafnréttisbaráttu kynjanna. Það að jafna aðstöðumun mismunandi ferðamáta er ekki bara spurning jafnrétti og frelsi heldur er það einnig mikilvægur þáttur í að stuðla að bættri heilsu þjóðarinnar og leið til að að standa við skuldbindingar okkar í loftslagsmálum.

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir er verkfræðingur á skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar Reykjavíkurborg. Hún hefur lengi unnið að framgangi hjólreiða sem samgöngumáta, bæði í starfi og í gegnum frjáls félagasamtök eins og Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi.

 

Upptaka

 

Glærur

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl