Reykjavíkurmaraþon 2019 - sjálfboðaliðar óskast

Í ár munu Landssamtök hjólreiðamanna aðstoða við framkvæmd Reykjavíkurmaraþons þann 24. ágúst næstkomandi. Áhugasamir hjólarar óskast til að hjóla á undan og eftir hlaupurum í öllum vegalengdum hlaupsins. 

Allir ættu að geta fundið vegalengd / hraða eftir áhuga og getu hvers og eins. Fjallahjólaklúbburinn og núna Landssamtök hjólreiðamanna hafa lengi veitt aðstoð sína á þessum skemmtilega degi og þetta er mikilvægur þáttur í fjáröflun Landssamtakanna. Áhugasamir um þátttöku í þessu verkefni eru hvattir til að setja sig í sambandi við Árna, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., gsm 862 9247, www.facebook.com/arni.davidsson .

Senda þarf inn nafn, kennitölu, gsm númer, tölvupóst og ósk um vegalengd og hvort maður vill vera undan- eða eftirfari. Haft verður samband við viðkomandi í næstu viku með nánari tilhögun. Fundur verður haldinn í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins fimmtudaginn 22. ágúst kl. 21:00 til undirbúnings og farið yfir hlaupaleiðina.

Þegar eru komnir hjólarar sem eftirfarar í 10 km og 21 km. Vegalengdirnar sem eru í boði eru: 

  • 42 km (2 undanfarar og 2 eftirfarar),
  • 21 km (2 undanfarar og 1 eftirfari)
  • 10 km (2 undanfarar),
  • 3 km (2 undanfarar). 

Tveir undanfarar og tveir eftirfarar eru á hverri hlaupavegalengd nema í 3 km þar sem eru eingöngu undanfarar. Undanfarar hjóla á undan fyrstu hlaupurum og láta brautarverði vita af því að þeir eru að koma, vísa leiðina og hjálpa til að halda brautinni opinni. Þeir þurfa að vera í góðu formi og geta hjólað á um 20 km hraða. Eftirfarar halda utanum síðustu hlauparanna og láta brautarverði vita þegar þeir fara framhjá. Þar skiptir hraði ekki máli en gott að vera vanur að hjóla.

Leiðin er sýnd á korti hér: https://www.rmi.is/kort-af-hlaupaleidum

Dagskrá hlaupsins er hér: https://www.rmi.is/dagskra-hlaupadags

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Nýjustu umsagnir LHM og önnur skjöl