Kíkið á blogg Dr. Gunna frá 19 júní 2010
Hljómsveitin Hjólið - Hjólið / Hljómsveitin Gústavus - Helgin
Safnplatan Eitt með öðru sem Tónaútgáfan gaf út 1976 sýnir popplífið á Akureyri um miðjan stuð áratuginn mikla. Þarna eru hljómsveitirnar Hjólið og Gústavus, sem voru væntanlega lókal hetjur á þessum tíma og spiluðu pjúra stuðrokk. Best heppnuðu lögin á plötunni eru þessi tvö. Hjólið mitt með Hjólinu er tyggjópoppsnilld e. Snorra Guðvarðsson. Textinn er líka skemmtilegur og minnir á Gunnar Jökul sem var bæði með lögin Kaffið mitt og Bíllinn minn - en hann minnir líka á svipuð dæmi sem voru í gangi þarna um miðjan seventís, lög eins og Mamma gefðu mér grásleppu. Gústavus eru með hreinræktað seventís-stuðrokk og fylliríis-texta þar sem séns rýmar óhikað við lens. Gaman að sjá notkun gæsalappa á textablaðinu. Engar heimildir fann ég um Gústavus en eina mynd af Hjólinu:
(Frétt úr Dagblaðinu 1976)
Safnplötunni fylgdi vandað textablað svo hér koma textarnir. Athygli vekur að Ingimar Eydal leggur Gústavus lið og leikur á synthesizer. Hækkaðu í botn, fáðu þér Appelsín og ímyndaðu þér að það sé Valash... Reyndar skilst mér að það sé búið til Valash þegar Bíladagar standa yfir á Akureyri - þekkir það einhver? Er hægt að panta flösku?
(smellið á fyrstu myndina og fléttið)