Hljómsveitin Hjólið - Dr. Gunni rifjar upp

Dr. Gunni bloggar um ýmislegt og einn liður þar er "Úr glat kistunni" þar sem hann rifjaði upp lag með hljómsveitinni Hjólið frá Akureyri. Þar má sjá frétt um hljómsveitina frá 1976, lesa texta við lagið Hjólið og hlusta á það.

Kíkið á blogg Dr. Gunna frá 19 júní 2010

Hljómsveitin Hjólið - Hjólið / Hljómsveitin Gústavus - Helgin
Safnplatan Eitt með öðru sem Tónaútgáfan gaf út 1976 sýnir popplífið á Akureyri um miðjan stuð áratuginn mikla. Þarna eru hljómsveitirnar Hjólið og Gústavus, sem voru væntanlega lókal hetjur á þessum tíma og spiluðu pjúra stuðrokk. Best heppnuðu lögin á plötunni eru þessi tvö. Hjólið mitt með Hjólinu er tyggjópoppsnilld e. Snorra Guðvarðsson. Textinn er líka skemmtilegur og minnir á Gunnar Jökul sem var bæði með lögin Kaffið mitt og Bíllinn minn - en hann minnir líka á svipuð dæmi sem voru í gangi þarna um miðjan seventís, lög eins og Mamma gefðu mér grásleppu. Gústavus eru með hreinræktað seventís-stuðrokk og fylliríis-texta þar sem séns rýmar óhikað við lens. Gaman að sjá notkun gæsalappa á textablaðinu. Engar heimildir fann ég um Gústavus en eina mynd af Hjólinu:


(Frétt úr Dagblaðinu 1976)
Safnplötunni fylgdi vandað textablað svo hér koma textarnir. Athygli vekur að Ingimar Eydal leggur Gústavus lið og leikur á synthesizer. Hækkaðu í botn, fáðu þér Appelsín og ímyndaðu þér að það sé Valash... Reyndar skilst mér að það sé búið til Valash þegar Bíladagar standa yfir á Akureyri - þekkir það einhver? Er hægt að panta flösku?


(smellið á fyrstu myndina og fléttið)

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.