Bresk stjórnvöld hvetja atvinnurekendur til að bjóða upp á góða hjólaaðstöðu

leftbannerÞað er víða verið að hvetja fólk til að hjóla til vinnu enda græða allir á því. Bresk stjórnvöld eru með athyglisvert verkefni sem hvetur atvinnuveitendur til að bjóða starfsfólki sem hjólar til vinnu upp á góða aðstöðu.

Þeir atvinnuveitendur sem taka þátt skuldbinda sig til að bjóða starfsfólki upp á góða aðstöðu til að geyma hjól, þar sem hægt er að læsa bæði stelli og dekkjum. Fataskápa svo hægt sé að geyma vinnufötin í vinnunni ásamt aðstöðu til að skipta um. Einnig eru í boði leiðir til að koma til móts við fólk þegar kemur að kaupum og viðhaldi hjólanna en eitt það mikilvægasta er samt kannski að hvetja fólk til að hjóla til vinnu.

Lesið um Cycle to work vekefnið hér.

Hér er bæklingur sem leiðbeinir atvinnuveitendum

Skyldi Samgönguráðuneytið vera með svona í burðarliðunum?

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.