Hjólað í vinnuna 2017

Það sem við höfum séð síðan 2003 er að hjólreiðar eru orðnar að eðlilegum ferðamáta fyrir fullorðið fólk á Íslandi sagði Óttar Proppé heilbrigðisráðherra í morgun og lagði áherslu á heilbrigði í sinni ræðu.

Það að hjóla léttir manni ekki bara lífið og léttir á samgöngukerfinu heldur léttir þetta lundina líka. Það er bara hluti af Evrópskri menningu að hjóla á milli staða, sagði Líf Magneudóttir, Borgarstjórn Reykjavíkur, í sinni ræðu.

Hér eru ræður frá setningarhátíð Hjólað í vinnuna.
Skráning og nánari upplýsingar eru á http://www.hjoladivinnuna.is/
 

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.