Hjólað í vinnuna 2017

Það sem við höfum séð síðan 2003 er að hjólreiðar eru orðnar að eðlilegum ferðamáta fyrir fullorðið fólk á Íslandi sagði Óttar Proppé heilbrigðisráðherra í morgun og lagði áherslu á heilbrigði í sinni ræðu.

Það að hjóla léttir manni ekki bara lífið og léttir á samgöngukerfinu heldur léttir þetta lundina líka. Það er bara hluti af Evrópskri menningu að hjóla á milli staða, sagði Líf Magneudóttir, Borgarstjórn Reykjavíkur, í sinni ræðu.

Hér eru ræður frá setningarhátíð Hjólað í vinnuna.
Skráning og nánari upplýsingar eru á http://www.hjoladivinnuna.is/