Þessi hluti verkefnisins um skipulag á höfuðborgarsvæðinu og sjálfbæra þróun í samgöngum fjallar um samgöngur hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda. Farið er yfir helstu markmið og leiðir að þeim í skipulagsgögnum sveitarfélaganna og öðru útgefnu efni tengdu skipulagsmálum þeirra. Fjallað er um mikilvæg markmið tengd mótun megin samgönguæða fyrir hjólandi- og gangandi og sýnd tillaga að megin stígakerfi höfuðborgarsvæðisins. Síðar í verkefninu Betri Borgarbragur verður fjallað nánar um umhverfissálfræði og hvernig umhverfið getur hvatt til ferða undir beru lofti.
Fyrsta áfangaskýrslan sem birtist eftir þær í þessu verkefni hét: „Skipulag á höfuðborgarsvæðinu - sjálfbær þróun í samgöngum - áfangaskýrsla mars 2010“ (pdf 4,5 mb), og fjallaði um skipulag, bílaumferð og almenningssamgöngur.
Í innganginum að þeirri skýrslu kom fram að verkefnið væri styrkt af Rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. Verkefnið getur nýst þeim sem vinna að stefnumótun og stjórnun skipulagsmála hérlendis, sérstaklega sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og Vegagerðinni, t.d. vegna aukins forgangs almenningssamgangna og aukinna áherslna á vistvæna byggð og vistvænni samgöngur.