Hjólarör á teikniborðinu í Norður-Noregi

Í borginni Bodø í Norður-Noregi er verið að hanna og skipuleggja rör til að gera mönnum auðveldara að hjóla  8 kílómetera leið frá háskólanum niður í bæ og öfugt. Bodø er þekktur sem vindasamur staður.

Í grein á vef norsku vegagerðarinnar kemur fram  að rörið  er ætlað að kosta  um 100 milljóna norskra króna, eða 15 þúsund NOK á meter, sem er ekki talið verið of dýrt fyrir svona góða samgöngubót.  Bodø hefur jú hug  á að verða hjólaborg !  Í rörinu verður gert ráð fyrir gangandi og hjólandi í báðar áttir, og umferð gangandi og hjólandi verður aðgreind.   Veggir  rörsins verða líklegast úr  plastgleri, og  op verða  til  loftunar og  til að  hægt verði að komast inn og út  úr rörinu á leiðinni.

Í grein í vefmiðlinum ab24 , kemur fram að samgönguráuneytið tekur þátt í að borga fyrir hönnun og rannsóknir á raunhæfni verkefnisins.

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.