Í grein á vef norsku vegagerðarinnar kemur fram að rörið er ætlað að kosta um 100 milljóna norskra króna, eða 15 þúsund NOK á meter, sem er ekki talið verið of dýrt fyrir svona góða samgöngubót. Bodø hefur jú hug á að verða hjólaborg ! Í rörinu verður gert ráð fyrir gangandi og hjólandi í báðar áttir, og umferð gangandi og hjólandi verður aðgreind. Veggir rörsins verða líklegast úr plastgleri, og op verða til loftunar og til að hægt verði að komast inn og út úr rörinu á leiðinni.
Í grein í vefmiðlinum ab24 , kemur fram að samgönguráuneytið tekur þátt í að borga fyrir hönnun og rannsóknir á raunhæfni verkefnisins.