Blue Lagoon Challenge 2015

Hin sívinsæla hjólreiðakeppni Bláalónsþrautin var haldin í 20. sinn um síðustu helgi yfir 600 keppendur hjóluðu 60 kílómetra langa leið frá Ásvöllum í Hafnarfirði alla leið í Bláa Lónið.

Keppnin var gríðarlega sterk í ár og var það daninn Sören Nissen sem sigraði á nýju brautarmeti. Harður endasprettur var á milli annars og þriðja sætis og var það Ingvar Ómarsson sem kom á undan þýska atvinnumanninum Louis Wolfe. María Ögn Guðmundsdóttir sigraði kvennaflokkinn og bætti sitt eigið brautarmen um tæpar 5 mínútur.

Við fylgdumst með stemningunni við endamarkið og heyrðum í sigurvegurum.