Blue Lagoon Challenge 2015

Hin sívinsæla hjólreiðakeppni Bláalónsþrautin var haldin í 20. sinn um síðustu helgi yfir 600 keppendur hjóluðu 60 kílómetra langa leið frá Ásvöllum í Hafnarfirði alla leið í Bláa Lónið.

Keppnin var gríðarlega sterk í ár og var það daninn Sören Nissen sem sigraði á nýju brautarmeti. Harður endasprettur var á milli annars og þriðja sætis og var það Ingvar Ómarsson sem kom á undan þýska atvinnumanninum Louis Wolfe. María Ögn Guðmundsdóttir sigraði kvennaflokkinn og bætti sitt eigið brautarmen um tæpar 5 mínútur.

Við fylgdumst með stemningunni við endamarkið og heyrðum í sigurvegurum.

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.