Annir á verkstæðum

frettabladid-100907aAnnir á reiðhjólaverkstæðum hafa aukist umtalsvert eða um allt að 40 prósent síðustu tvö árin. Þá hefur sala á aukabúnaði, svo sem nagladekkjum og töskum á bögglabera og öðru sem gefur til kynna aukna notkun reiðhjóla, stóraukist.

"Það sem við sjáum í sölu á varahlutum fyrir reiðhjól, sem snúa að sliti reiðhjóla, gefur óyggjandi vísbendingu um að fólk sé að nota hjólin sín meira sem samgöngutæki. Þannig hefur orðið gríðarleg aukning í sölu á þessum standard búnaði sem slitnar á reiðhjólum, tannhjólum og slíku, eða um 30-40 prósent aukning," segir Ragnar Ingólfsson, sölustjóri hjá Erninum. "Við sjáum þetta vel á verkstæðinu sem áður stóð ekki undir sér yfir vetrartímann en er nú fullt allan ársins hring." Mikið er einnig um að fólk sé að ná í gömlu hjólin sín að sögn Ragnars, hjól sem hafa staðið óhreyfð í bílskúrnum lengi og minna um að fólk fái sér nýtt hjól á hverju ári eins og algengt var fyrir hrun. "Enn frekari vísbending um auknar hjólreiðar í borginni er svo að salan í aukabúnaði, nagladekkjum, bögglaberatöskum og slíku, hefur aukist um 30-40 prósent á síðustu tveimur árum."

Forsvarsmenn reiðhjólaverslanna hjá Markinu, GÁP fjallahjólabúðinni og Hvelli taka í sama streng og Ragnar. Ágúst Ágústsson hjá GÁP Fjallahjólabúð segir að fólk vilji einnig frekar hjól með rennilegri dekkjum en áður, sem henta malbiki.

"Aukning í reiðhjólaviðgerðum nemur líklega um 30 prósent hjá okkur," segir Guðmundur Tómasson framkvæmdastjóri hjá Hvelli. Guðmundur segir sölu á borgarhjólum og almennum ferðahjólum hafa aukist á kostnað fjallahjóla. "Hjólreiðahjálmar seljast betur og fólk er greinilega að gera hjólreiðar að aðalferðamáta hjá sér, sem sést til dæmis í söluaukningu á þeim aukabúnaði sem þarf til þess, svo sem nagladekkjum og töskum á bögglabera fyrir léttan farangur."

Jóna Hildur Bjarnadóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ segir augljóst á þátttökutölum í átakinu Hjólað í vinnuna, að hjólið sé á hraðri siglingu sem samgöngutæki. Rúmlega 2.000 fleiri einstaklingar tóku þátt í átakinu Hjólað í vinnuna nú í ár en árið 2007. "Við höfum fundið það á spjalli okkar við hjólreiðabúðir að sala á nagladekkjum hefur aukist gríðarlega og fólk er greinilega að lengja hjólatímabilið með nagladekkjunum. Nú í ár vitum við um tvo til þrjá vinnustaði sem keyptu hjól fyrir starfsmenn sína og samgöngusamningar eru í gildi hjá nokkrum fyrirtækjum, þar sem þeir sem koma á reiðhjóli til vinnu fá styrk. Ný samgöngustefna Reykjavíkurborgar lofar svo góðu og við bindum miklar vonir við enn meiri aukningu í hjólreiðum." - jma


 

Frétt í Fréttablaðinu 7. september 2010

http://vefblod.visir.is/index.php?s=4368&p=98813

http://vefblod.visir.is/index.php?s=4366&p=98772

 

frettabladid-100907b

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.