Ósabraut ekki fyrir bíla?

gmbHjólastígur verður lagður frá Ægisíðu í Elliðaárdalinn og hjólaumferð skilin frá göngustígnum, en það er sennilega stærsta einstaka aðgerð í hjólreiðamálum í Reykjavík frá upphafi, að sögn Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Stígurinn kostar 300 milljónir og tengist meðal annars inn á Suðurgötu, þar sem gerðar verða akreinar í báðar áttir fyrir hjólreiðafólk.

Sjá frétt á mbl.is 1/6/2008: Ósabraut ekki fyrir bíla?

Ósabraut ekki fyrir bíla?

Hjólastígur verður lagður frá Ægisíðu í Elliðaárdalinn og hjólaumferð skilin frá göngustígnum, en það er sennilega stærsta einstaka aðgerð í hjólreiðamálum í Reykjavík frá upphafi, að sögn Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Stígurinn kostar 300 milljónir og tengist meðal annars inn á Suðurgötu, þar sem gerðar verða akreinar í báðar áttir fyrir hjólreiðafólk.

Lagt er upp með að næsta „risaskref“ í grænu skrefunum verði að breyta Reykjavík í hjólaborg og fjölga hjólreiðamönnum. Til þess segir Gísli Marteinn að fjölga þurfi hjólastígum og sérmerktum akreinum á götum fyrir hjólreiðafólk. Og hann vill að hugsað verði fyrir þörfum hjólreiðafólks þegar gerðar séu nýjar götur, ný hverfi og opinberar byggingar. Þannig vill hann að samhliða Sundagöngum verði ráðist í Ósabraut, en hún verði hugsuð fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk.

Ósabraut er í aðalskipulagi, en þar er gert ráð fyrir bílaumferð. Gísli Marteinn vill breyta því og segir að það eigi að leggja jafnmikinn metnað í að greiða götu þeirra sem ganga og hjóla og þeirra sem eru á bíl. „Með Ósabraut værum við að tengja stíginn við Sæbrautina við Grafarvog, Úlfarsfell og ytri byggðir,“ segir hann. „Ég held að hraðbraut yfir þessa fallegu ósa sé barn síns tíma, enda léttum við á umferð í Ártúnsbrekku með Sundagöngum. Við höfum hinsvegar tækifæri þarna til að bæta lífsgæði íbúanna og sendum skilaboð um það hvernig við viljum þróa samgöngur í borginni.“

Nýtt frá LHM

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.