Ármann Halldórsson - Hjóla- og göngustígur meðfram Grindavíkurvegi

Hvernig er hægt að pressa hjólastíga í gegn hjá hinu opinbera? Er það hægt? Borgar sig að reyna?

Ármann mun fara yfir ferlið frá hugmynd að framkvæmd. Til þess þarf aðeins að fara yfir feril aðal- og deiliskipulaga og umferðaröryggisáætlana.

Málið hófst árið 2009 þegar ákveðið var að setja stíg meðfram Grindavíkurvegi inn í aðalskipulag Grindavíkur 2010-2030.

Árið 2013 hófst vinna við umferðaröryggisáætlun Grindavíkur 2014-2017. Á vinnufundum var listað niður hvað snéri að Grindavíkurbæ og hvað snéri að vegagerðinni. Árin 2013-2017 var markvist unnið sig upp listann með því að leggja fyrir í vinnu við fjárhagsáætlun fjármagn á hverju ári.

 

Ármann Halldórsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkurbæjar

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Stuðningsaðilar ráðstefnunnar