Höfundur og hönnuður Hjólaskálarinnar er Inga Elín Kristinsdóttir myndlistamaður. Það er Reykjavíkurborg sem gefur skálina.
Hjólaskálin er veitt þeim sem sannarlega hafa með einum og öðrum hætti, hlúð vel að hjólreiðum í sínu starfi og verið hvetjandi og öðrum góðum fyrirmynd í því að tileinka sér hjólreiðar í daglegum önnum.
Í ár er það Vínbúðin sem fær Hjólaskálina. Ástæðurnar eru margvíslegar. Fyrirtækið hefur markvisst unnið að því að hvetja starfsmenn til að vera virkir vegfarendur; vegfarendur sem ferðast til og frá vinnu hjólandi, gangandi eða nota almenningssamgöngur.
Auðvitað er misjafnt eftir starfsstöðvum fyrirtækisins, hversu vel er hlúð að hjólreiðum og einkum er það starfsstöðin á Stuðlahálsi sem býður frábæra aðstöðu.
Öllum starfsmönnum er boðinn persónulegur samgöngusamninga og stefna fyrirtækisins er að við allar verslanir Vínbúðarinnar, sé gott að koma hjólandi.
Á sumrin eru 34% starfsmanna á einkabíl og 44% á veturna, á meðan hinir almennu borgarar eru í kringum 75% á einkabíl.
Vínbúðin tók virkan þátt í verkefninu Hjólabætum Ísland. Eitt af verkefnum Hjólabætum Ísland er að innleiða „Hjólavæna vottun vinnustaða“. Vínbúiðin hefur þegar mátað sig inn í staðlana sem þar liggja að baki og ljóst er að þeirra vottun, nær nú þegar hæsta skori.
Þeir sem áður hafa hlotið Hjólaskálina, eru:
- 2011 - ÍSÍ
- 2012 - Fossvogsskóli
- 2013 - Fjölbraut í Ármúla
- 2014 - Landsspítalinn.
Fyrir neðan er auglýsing frá Vínbúðinni sem er ánægð með sitt fólk sem fer náttúrulega í vinnuna.