Sigrún Birna Sigurðardóttir - Samgönguval ungra vegfarenda

Félagsvísindin hafa lengi farið halloka þegar kemur að stefnumótun vistvænnar þróunar í samgöngum. Ljóst þykir að róttækar breytingar á samgönguhegðun mun hafa veruleg áhrif á baráttuna við hlýnun jarðar. Eftir tvo gróskumikla áratugi í hagnýtum rannsóknum hafa félagsvísindin sannað hagnýtt gildi sitt og er nú fáheyrt að ekki sé tekið tillit til mannlegra þátta í stefnumótun sem miðar að því að stuðla að breytingum í samgönguhegðun. Sé áhrifaþáttum hegðunnar skipt eftir innri og ytri þáttum, eru sálfélagslegar breytur þær sem eru mest aðgengilegar fyrir inngrip, enda erfiðara að takast á við innviði samfélagsins eða breyta bakgrunnsbreytum.

Stefnumótun í þessu samhengi byggir á þekkingu sem sálfræðin getur meðal annars veitt. Ungt fólk er líklega mikilvægasti markhópur samfélagsins þegar kemur að því að hvetja til breytinga í hegðun. Sálfræðin leitar skýringa á mótun hegðunnar og gerir það með hegðunarmódelum og hugtakarömmum þar sem leitast er við að skýra helstu áhrifavalda samgönguvals og hvernig þessir áhrifavaldar mótast frá barnsaldri. Þessi kynning mun fjalla um tvær nálganir til að skýra mótun sálfélagslegra áhrifavalda, annars vegar í gegnum félagsmótun og hinsvegar í gegnum „mobility biography“ nálgun og bera saman við niðurstöður úr doktorsverkefni höfundar sem byggir á gögnum frá 15 ára dönskum ungmennum.

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Stuðningsaðilar ráðstefnunnar