Berglind Hallgrímsdóttir
Starf og bakgrunnur:
Samgönguverkfræðingur hjá Eflu með áherslu á aðgengi og öryggi gangandi vegfarenda en einnig umferðaröryggi almennt.
Ég mun fjalla um niðurstöður úr umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur með áherslu á hjólandi umferð.
Slys voru skoðuð á milli 2012-2016 og á þeim tíma hefur slysum á meðal hjólandi vegfarenda fjölgað. Flest slysanna eru áresktur við ökutæki og einslys - slys þar sem vegfarandi til dæmis dettur á hjólinu. Ástæðan fyrir því að einslysum hefur fjölgað helgast meðal annars af því að betur er haldið utan um skráningu þeirra. Þó er rétt að hafa í huga að það má gera ráð fyrir mikilli vanskráningu slysa á hjólandi vegfarendum þegar ekkert ökutæki á aðild að slysinu. Af þeim slysum sem urðu á milli hjólandi og akandi voru 33 með alvarlegum meiðslum og eitt banaslys. Áhugavert er að sjá hátt hlutfall barna sem lenda í árekstrum milli ökutækja og hjólandi.