Í skipulagsgátt, Norðurströnd - strandsvæði milli Faxagötu og Laugarness: https://skipulagsgatt.is/issues/2023/212
Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) óska eftir því að koma á framfæri athugasemdum varðandi deiliskipulagstillögu Norðurströnd - strandsvæði milli Faxagötu og Laugarness. LHM hefur áhyggjur af kröppum óþarfa sveigjum á hjólastígnum Mánaleið í ofangreindri tillögu og öryggi hjólreiðafólks.