Aðalfundur Landssamtaka hjólreiðamanna 2021

Aðalfundur Landssamtaka hjólreiðamanna, 14 apríl 2021.


0.    Lögmæti fundar
Vegna samkomutakmarkana var ekki hægt að halda aðalfundinn í febrúar eins og samþykktir / lög samtakanna segja til um en aðalfundurinn var boðaður með lögmætum fyrirvara og einnig tillögur um breytingar á samþykktum / lögum samtakanna. 

Félagsmönnum verður boðið upp á fjarfund í þessu tilfelli, bæði af sóttvarnarsjónarmiðum og til að auðvelda þeim sem eru úti á landi eða erlendis.

Samþykkt af öllum að fundurinn sé löglegur.

 

1.    Kjör fundarstjóra og fundarritara
Fundarstjóri: Haukur Eggertsson.

Fundarritari: Páll Guðjónsson.

2.    Ársskýrsla stjórnar
Árni Davíðsson fór yfir starfsemina síðasta ár.

3.    Skýrslur nefnda
Árni Davíðsson fór yfir starfsemi nefnda síðasta ár.

4.    Umræður um skýrslur
Almenn ánægja með starfsemina.

5.    Reikningar bornir upp
Haukur Eggertsson fór yfir reikninga Landssamtaka hjólreiðamanna 2020.

Reikningar samþykktir samhljóða.

6.    Tillögur aðildarfélaga/ félagsmanna
Hjólreiðasamband Íslands hefur sótt um aðild að LHM.
Umræður. Samþykkt samhljóma.

Unnar voru tillögur að breytingum á samþykktum / lögum LHM til að samræma þær kröfum Fyrirtækjaskrár, einfalda þær og aðlaga starfseminni eins og hún hefur þróast. 

Páll Guðjónsson kynnti tillögurnar sem hafa verið í kynningu á vef samtakanna lhm.is

7.    Umræður um tillögur aðildarfélaga/ félagsmanna
Breytingar á samþykktum / lögum LHM ræddar lið fyrir lið. 

Breytingatillaga frá Hauk við grein 10 að 2/3 atkvæða til að slíta samtökunum. – samþykkt.

Breytingatillaga frá Hauk að seinni málsgrein 8. greinar falli út. – samþykkt.

Breytingatillaga frá Morten að bæta “samgöngumáta” fremst við upptalninguna í 3. grein. – samþykkt.

Breytt lög með ofangreindum breytingum. – samþykkt.

Samþykktir prentaðar og undirritaðar af stjórnarmönnum sem voru á staðnum en ekki fjarfundi.

 

8.    Kynning frambjóðanda og fyrirspurnir til þeirra
Árni Davíðsson, formaður LHM

Páll Guðjónsson, ritstjóri og vefstjóri

Haukur Eggertsson, gjaldkeri og formaður laganefndar

Erlendur S. Þorsteinsson, meðstjórnandi

Sigurður M Grétarsson, meðstjórnandi

Ragnar Gauti Hauksson, meðstjórnandi

Fjölnir Björgvinsson, varamaður

Morten Lange, varamaður

Björn Bjarnason, skoðunarmaður reikninga og Þórður Ingþórsson til vara

9.    Kjör formanns
Árni Davíðsson, sjálfkjörinn.

10.                  Kjör meðstjórnanda, skoðunarmanns reikninga og nefnda
Allir frambjóðendur sjálfkjörnir.

11.                  Fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár lögð fram
Engin áætlun liggur frammi og verður það verk nýrrar stjórnar að skipuleggja starfsárið.

12.                  Önnur mál
Tillaga frá Hauki um að veita Bjartmari “hjólahvíslara” viðurkenningu fyrir vel unnin störf sem sjálboðaliði. – Samþykkt samhljóða og málið lagt í hendur stjórnar LHM.

Tillaga frá Hauki: Aðalfundur LHM fagnar stefnumörkun skipulagsráðs Reykjavíkurborgar um að lækka hámarkshraða á götum í eigu borgarinnar og að setja öryggi vegfarenda í forgang. –samþykkt.

13.                  Fundargerð lesin og samþykkt
 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.