Aðalfundur LHM 2025

Aðalfundur LHM 11. september 2025

Aðalfundur LHM haldin 11. september 2025 kl. 19:00 í höfuðstöðvum Fjallahjólaklúbbsins og Reiðhjólabænda, Sævarhöfða 31, 110 Reykjavík.

 

1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
Fundastjóri Sólveig og Páll fundaritari

2. Ársskýrsla stjórnar
3. Skýrslur nefnda
Erlendur S. Þorsteinsson fór yfir verkefni stjórnar og nefnda síðasta árs:

Árin 2024-2025 hélt LHM baráttumálum sínum áfram fyrir betri samgöngum hjólreiðamanna sem aldrei fyrr. Sendar voru inn fjölmargar ábendingar, umsagnir og fundað með fulltrúum Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Vegagerðarinnar, Betri Samgangna, og Veitna. Einnig hafa verið samtöl við þessa aðila með ýmsum hætti. Sum mála okkar voru tekin upp í umhverfis- og skipulagsráðum sveitarfélaga.

Barátta LHM var auk þess mjög sýnileg á samfélagsmiðlum. Einnig var hrósað fyrir það sem vel var gert.

LHM barðist fyrir betri merkingum hjáleiða og að frágangur þeirra væri vel unnin og skapaði sem minnsta hættu fyrir hjólandi. Betri samgöngur, Vegagerðin og ráðgjafar þeirra eru nú að vinna í leiðbeiningum. Einnig var haft samband við Veitur sem tóku vel í ábendingar okkar og lagfærðu skv. okkar ábendingum á nokkrum stöðum. Lögð var mikil áhersla á að hjáleið við Nauthólsvík væri vel frá gengið á meðan framkvæmdir við Öldu standa yfir og skilaði fundur með Betri samgöngum, Vegagerðinni og verktaka hennar góðri niðurstöðu við hjáleið og þverun við flugvallarendann.

Unnum í því að hafa áhrif á svæði sem eru að fara í skipulagsbreytingar s.s. Kársnes, Kópavogsháls og Bakkabraut á Kársnesi vegna brúarinnar Öldu yfir Fossvog, Suðurlandsvegar, ítrekað um Ásbraut, Heiðmörk til að koma snemma inn okkar hugmyndum að góðu og öruggu skipulagi.

Sendum inn fjölmargar ábendingar um Álfabakka, svo formlegt erindi, og loks var haldinn fundur með Reykjavíkurborg með þeirri niðurstöðu að gerð verði umferðaröryggisrýni á svæðinu.

Sendum áskoranir til Kópavogs- og Akureyrarbæja um að setja sér hjólreiðaáætlun og það er nú komið í vinnslu hjá báðum bæjarfélögunum.

Undirbúningur er hafinn fyrir stýrihóp í hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar 2026-2030.

1,5 metra reglan við framúrakstri hjólreiðamanna vakti mikla athygli í fjölmiðlum eftir að tvö skilti voru sett upp sem áréttuðu þessa reglu sem nú er í lögum. Að baki lá samvinna með Reiðhjólabændum o.fl. við Vegagerðina.

Barist var fyrir bættri vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar í samvinnu við Reiðhjólabændur. Ábendingar voru sendar til borgarinnar varðandi þetta.

Áttum almennt góða samvinnu með Reiðhjólabændum á árinu og ætlum að vinna að því á næsta ári að koma á samtali við hjá Samgöngustofu.

Send var inn umsögn vegna nýrra reglna um rafskútur í Reykjavík og skorað á fjölda félaga og hagsmunaaðila að gera slíkt hið sama. Vel var tekið í þetta og umsagnirnar urðu fjölmargar.

Sendum reglulega athugasemdir til Hopps vegna bannsvæða rafskúta sem hefur verið lagt.

Nokkur erindi send á lögreglu og fjölmiðla og sett út á orðalag þeirra í fréttum er varða umferð hjólandi og akandi.

Barist fyrir því að bifreiðum sé ekki lagt á hjólastígum. Myndir sendar á fyrirtæki þeirra fyrirtækjabíla er þetta varðaði.

Punktar frá Hauki:

Haukur sat í nefnd Stefna um virkar samgöngur, samgöngumáta og smáfarartæki og afurðin úr því starfi var skýrsla til ráðherra um mögulegar aðgerðir.

4. Umræður um skýrslur
Allir sáttir við störf stjórnar og nefnda.

5. Reikningar bornir upp
Haukur fór yfir ársreikninga LHM. Reikningar samþykktir.

6. Tillögur aðildarfélaga/ félagsmanna
7. Umræður um tillögur aðildarfélaga/ félagsmanna
Engar tillögur bárust

8. Kynning frambjóðanda og fyrirspurnir til þeirra

9. Kjör formanns
Erlendur S. Þorsteinsson

10. Kjör meðstjórnanda, skoðunarmanns reikninga og nefnda
Páll Guðjónsson, ritari. Haukur Eggertsson, gjaldkeri. 
Meðstjórnendur: Sólveig Lind Ásgeirsdóttir, Árni Davíðsson, Sigurður Grétarsson.
Varamenn: Aðalsteinn Bjarnason.
Skoðunarmaður reikninga: Björn Bjarnason

11. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár lögð fram
Reiknað er með að halda áfram svipaðri starfsemi en peningur er til fyrir skemmtileg verkefni sem ný stjórn kann að finna upp á. Áhersla á að efla tengslanet og samtal við stjórnmálafólk í tengslum við kosningarnar framundan.

12. Önnur mál
Ýmislegt rætt.

·        Reyna að fá setta fram tillögu á Alþingi til að draga fram aðgerðaleysi Lögreglunnar í málefnum hjólreiðamanna svo sem hvernig því er fylgt eftir að 1.5 metra reglan sé virt. 

·        Eftirlitsnefnd um starfsemi lögreglunnar hefur upplýst að amk. einu sinni hafi verið sektað efir þessu ákvæði en líkur eru á að það hafi verið eftir ákeyrslu á hjólreiðamann frekar en að einugis hafi verið ekkið of nálægt viðkomandi.

·        Það virðist skila sér að senda athugasemdir að einhverju leiti og ástæða til að halda því áfram og hvetja almenning til að láta til sín taka.

·        Þyrfti að hvetja meir til að stórir vinnustaðir bjóði góða samgöngusamninga?

·        Íþróttastyrkir virðist eingöngu beint til líkamsræktarstöða og nýtast ekki þeim sem vilja verja honum til virkra samgangna, s.s. kaup á reiðhjóli eða búnaði til hjólreiða í vinnu.

·        Er hægt að koma Íslandi á Euro velo kortið? Rifjuð upp sagan um vinnuna við að reyna að koma þessu fram. Óskaleiðina má sjá hjá Open Street Map: https://www.openstreetmap.org/#map=7/64.383/-17.758&layers=C 

Hjólaleiðir um landið ræddar í framhaldinu. Fjölnir benti á þetta kort á Reykjanesi:
https://www.wikiloc.com/bicycle-touring-trails/keflavik-reykjavik-lowest-traffic-route-103731904 

13. Fundargerð lesin og samþykkt

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.