Stjórnarfundur 1 - 13. mars 2018

Sjórn; Árni Davíðsson, Páll Guðjónsson, Sigurður Grétarsson, Sesselja Traustadóttir, Guðjón Helgason, Óðinn Snær Ragnarsson, 

Varamenn í stjórn; Haukur Eggertsson, Morten Lange

Nýliðar; Arna Diljá S. Guðmundsdóttir, Ólafur Kjartansson, Ævar Guðmundsson

Mættir: Árni Davíðsson, Páll Guðjónsson, Guðjón Helgason, Haukur Eggertsson

 

1.     Stjórn skiptir með sér verkum

  • Formaður: Árni Davíðsson
  • Ritari: Páll Guðjónsson
  • Gjaldkeri: Haukur Eggertsson
  • Meðstjórnendur: Aðrir kosnir í stjórn
  • Varamenn: Haukur Eggertsson, Morten Lange.
  • Nýliðar eða „fulltrúar frá aðildarfélögum“ eru allir velkomnir

2.     Skjalastýring stjórnar.

Google drive eða Dropbox? Fleiri hrifnir af Google drive og mætti færa efni af Dropbox þangað.

Ársskýrslan var inni í gegnum One Drive og það gekk líka ágætlega þar sem margir voru að vinna í sama skjalinu. Svipað er hægt að gera í Google og um að gera að velja þau tól sem henta hverju sinni.

Endanlegur staður skjala sem LHM sendir frá sér er heimasíða LHM.

 

3.     Fundarboð og fundargerð. Drög að sniði.

a.     Verkefni samkvæmt framkvæmdaáætlun.

b.     Mál á döfinni.

c.      Önnur mál.

Samþykkt

4.     Framkvæmdaáætlun 2018. Drög.

Þetta er meira efnisyfirlit yfir verkefni sem LHM koma að og mætti finna betra nafn á það.

https://docs.google.com/document/d/1S7ZglPjufIGpKe6S-7LALSSgW5eDNQbwAZX5OsAkrcI/edit#heading=h.z5jmub7ovx7q

5.     Umsögn um umferðarlög í samráði Samgönguráðuneytis. Drög.

Árni er búinn að taka saman drög  sem byggja á upphaflegri umsögn LHM um upphaflegu tillögunum.

Rætt að færa til ákvæði um lágmarkshliðarbil við framúrakstur. Árni tók niður punkta.

Við sumar ástæður er ekki hægt að taka „danska beygju“ og því ekki boðlegt að setja þau í lög. Haukur tekur saman texta og bætir inn eða sendir á Árna.

  1. gr. Er verið að lögleiða 1+2 stígafúsk þar sem ekki er hægt að mæta umferð á móti. – Haukur tekur saman rökstuðning.
  2. gr. Bæta við sérstakri aðgæslu gagnvart hjólandi? Haukur kemur með tillögu
  3. gr og 95. gr. Taka út sektarákvæði þegar fleiri en tveir hjóla samhliða og einnig í 44. gr. Sektarákvæði við því að barn undir 9 ára hjólar á akbraut.

Árni yfirfer textann og bætir inn þeim tillögum sem hafa komið og færir þetta í endanlegt form til að senda frá okkur til ráðuneytisins fyrir föstudag.

6.     Önnur mál.

Engin önnur mál

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.