Mætt: Árni Davíðsson, Páll Guðjónsson, Sesselja Traustadóttir, Sigurður Grétarsson
Fjarverandi: Haukur Eggertsson, Guðjón Helgason, Óðinn Snær Ragnarsson
1. Fjáröflun
A. LHM ætlar að vera undan- og eftirfarar með Miðnæturhlaupi ÍBR þann 21. júní. Það verða sex sjálfboðaliðar sem hjóla með. Fjórir undanfarar með 21 km, 10 km og 5 km og tveir eftirfarar með 21 km og 10 km. Laun sjálfboðaliða renna til LHM.
B. Reykjavík er búin að borga reikning fyrir verkefnið “Reiðhjól talin við skóla”. LHM getur þá greitt sínum starfsmönnum fyrir þeirra þátt í verkefninu.
C. Ekki hefur verið sótt um aðra styrki og Reykjavíkurborg hefur ekki sent neina hönnun til LHM til umsagnar.
2. Umsagnir
a. Brú yfir Fossvog - tillaga á vinnslustigi, frestur til 20. júní. (https://reykjavik.is/frettir/bru-yfir-fossvog-tillaga-vinnslustigi)
i. Umsögn myndi byggja á fyrri umsögn
ii. Spurning hvernig þetta tengist merktu hjólaleiðunum
iii. Tryggja þarf góða hæðalegu, án hækkunar, í framhaldi af brúnni.
b. Matslýsing umhverfismats samgönguáætlunar 2019-2033 , frestur til 29. júní. (https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=69)
Sendum punkta á ÁD og Árni klárar umsagnir.
3. Fundir
a. Ábending um umferðarljós fyrir hjólandi og gangandi
Í samstarfi við Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu fóru Landssamtök hjólreiðamanna af stað með verkefni þar sem hægt er að koma með ábendingar um umferðarljós fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur.
Eins og hjólandi þekkja vel eru mörg umferðarstýrð umferðarljós í götu sem ekki skynja þegar reiðhjól kemur að þeim og fær hinn hjólandi þá ekki grænt ljós eins og önnur umferð. Þá eru mörg gangbrautarljós með ýmsa vankanta. Til dæmis þegar sá sem kemur að þeim hjólandi eða gangandi veit ekki hvort hann eigi að ýta á hnapp til að fá grænan karl. Sum hnappatæki gefa heldur ekki til kynna hvort ýtt hafi verið á takkann og veit notandinn því ekki hvort hann hafi verið numin af tækinu. Í öðrum tilfellum er ljósið sem vegfarandinn fær of stutt til að komast yfir akbrautina jafnvel þótt hann sé hraustur og hvað þá ef hann á erfitt um hreyfingar eða er í hjólastól.
Landssamtök hjólreiðamanna safnar þessum ábendingum og kemur þeim á viðkomandi sveitarfélag til skoðunar og úrbóta. Einnig má setja inn ábendingar á vefinn www.bikemap.org/is.
b. Fundur með borginni vegna framkvæmdaleyfa
Nýlega áttu fulltrúar Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna ágætan fund með fulltrúum Reykjavíkurborgar um afnot verktaka að borgarlandinu, einkum með áherslu á aðgengi hjólandi og gangandi vegfarenda.
Fundurinn var vinsamlegur og allir á einu máli að víða mætti betur fara, ekki síst þegar unnið er með þéttingu byggðar. Okkar óskir eru á þá leið að ævinlega skuli vera vel merkt hver sé að vinna verkið, hver sé eftirlitsaðili, hvenær verkinu ljúki og í stærri framkvæmdum sé sett fram kortlögð hjáleið og að gangandi og hjólandi vegfarendur séu settir í algjöran forgang þegar unnið er í þéttustu byggð borgarinnar.
Hér eru nokkrar myndir sem við höfðum með á fundinn sem dæmi um aðstæður sem ættu ekki að verða til í borgarlandinu – Borgarlandið Við hvetjum fólk til að láta Reykjavíkurborg vita af slæmri umgengni verktaka með því að hringja í þjónustuver borgarinnar í 411 11 11 eða með því að senda inn ábendingu á þessari slóð: https://reykjavik.is/abendingar Það sama á auðvitað við um önnur sveitarfélög og má láta þau vita með tölvupósti eða í síma.
c. Lýðheilsa, Loftslag og Samgöngur - pallborð með frambjóðendum í Reykjavík 15. maí 2018.
Fundurinn hófst með þremur fræðsluerindum um málefni kvöldsins.
Gígja Gunnarsdóttir frá Embætti landlæknis, um lýðheilsumál tengd samgöngum.
Sigurður Thorlacius umhverfisverkfræðingur, um loftslagsmál.
Þorsteinn R. Hermannsson Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, um samgöngur.
Að fræðsluerindum loknum fengu frambjóðendur tækifæri til að koma áherslum sinna flokka sem snúa að málefnum kvöldsins á framfæri og að lokum voru spurningar úr sal.
Páll tók fundinn upp og er hann aðgengilegur á heimasíðu LHM ásamt fræðsluerindunum á undan.
d. Fagráð um umferðarmál 15. maí 2018
Páll sat fundinn.
i. Kynning á EuroRAP öryggismati íslenska vegakerfisins
ii. Samgönguáætlun 2019-2030.
e. Haukur fundaði með formanni Landverndar. Hann ætlaði að kanna málið sín megin og vera í sambandi.
4. Mál á döfinni.
a. Samgönguþing þann 21. júní.
Allir velkomnir á þingið en þarf að skrá sig. Formaður og fl. mæta. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/06/12/Samgonguthing-21.-juni-dagskra-og-skraning/
5. Hjólum til framtíðar
a. EUROPEANMOBILITYWEEK 2018 is focusing on ‘multimodality’ - the mixing of transport modes within the same journey or for different trips.
b. Fá einhvern til að fjalla um fjölmiðla og hjólreiðar, hvernig umfjöllun fjölmiðla er.
c. Spurning um að hafa vinnufund síðdegis kl. 15 miðv. 27. júní.
6. Önnur mál.
a. Skýrsla um rannsóknarverkefnið “Nákvæm greining árekstra á milli á milli reiðhjóls og bifreiðar við gatnamót”, Katrín Halldórsdóttir 2018. http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/nakvaem_greining_arekstra_bill_reidhjol_gatnamot/$file/N%C3%A1kv%C3%A6m%20greining%20%C3%A1rekstra%20bifrei%C3%B0a%20og%20rei%C3%B0hj%C3%B3la%20vi%C3%B0%20gatnam%C3%B3t.pdf
b. Bann Umhverfisstofnunar við hjólreiðum á Hornströndum
Reyna að koma að tillögum LHM áður en verndaráætlun verður samþykkt. Leita álits aðildarfélaga. Frestur til að senda inn athugasemdir er til 17. júlí.
c. Bann við að hjóla í gegnum Vaðlaheiðargöng. Þarf að koma að því sjónarmiði LHM að hjólreiðar eiga að vera leyfðar í göngunum. Valgeir Bergmann hjá Vaðlaheiði.
d. Slóvensk samtök hafa áhuga á að fá LHM eða önnur hjólasamtök með í samvinnu varðandi EEA styrk. Þyrfti að fá nánari upplýsingar frá þeim um hvað þetta snúist.
e. Næsti fundur 21. ágúst og svo annan þriðjudag í mánuði. 11. sept.