Mætt: Ásbjörn Ólafsson, formaður, Árni Davíðsson, formaður umsagnarnefndar, Páll Guðjónsson, ritari, Sesselja Traustadóttir, viðburðastjóri og Haukur Eggertsson, gjaldkeri, Sigurður Grétarsson.
Fjarverandi: Anna Kristín Ásbjörnsdóttir, Morten Lange, Óðinn Snær Ragnarsson, umsagnarnefnd, Katrín Halldórsdóttir, varastjórn og Bryndís Friðriksdóttir, varastjórn.
Íslendingar eru aðili að Parísarsamkomulaginu.
Stýrihópur sem er yfir nokkrum starfshópum leitast eftir samvinnu við Evrópubandalagið. Friðfinnur er í samgönguhópi.
Skýrsla frá Hagfræðistofnun (Brynhildarskýrsla hin síðari) er notuð sem grunnplagg til að vinna út frá. Þar þykir ávinningur af því að auka hlutdeild hjólreiða vanáætlaður.
Óskað er eftir tillögum frá LHM sem öðrum og einhver samskipti hafa átt sér stað í tölvupóstum. Tillögur sem stefna að því að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar.
Hjólreiðaáætlun var lögð fyrir Alþingi og þyrfti að leggja það fram aftur og reyna að fá það í gegn.
Á co2.is er hægt að sjá innsendar tillögur.
Það er viðbúið að starf nefndanna tefjist fram yfir áramót vegan stjórnarskiptanna.
LHM hefur amk. tvisvar lagt fram tillögur og við ætlum að reyna að senda inn þær tillögur eða nýjan texta. Hugsanlega er til efni frá ECF líka.
Árni svarar erindi Fabian Küster, Senior Policy Officer hjá ECF um kröfur varðandi hjólreiðastæði hérlendis. Samantektina mætti setja í pistil á íslensku til að hafa á heimasíðu LHM og jafnvel senda grein á fjölmiðla eða á byggingarfulltrúa til að minna á á þessar reglur.
Talningu er lokið en ÁD; ST og ÁÓ vinna að skýrslugerð. Fengum styrk frá Reykjavíkurborg.
Fórum yfir bréf til að senda til skóla.
Leiðbeiningar um hönnun fyrir reiðhjól eru í endurskoðun og óskaði Guðbjörg Lilja eftir tillögum að breytingum. Reyna að fá hana inn á fund. Árni ætlar að halda utan um tillögur þannig að endilega sendið hugmyndir líka á hann.
Fundur við Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Þeir voru ekki sáttir við athugasemdir LHM við skýrsluna um slysið í Ártúnsbrekku. Þeirra tillaga sneri að því að banna hjólreiðar á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu.
Bréf barst frá Samgönguráðuneytinu 28. mars þar sem óskað er eftir umögn um tillögu Rannsóknarnefndar umferðarslysa um að banna eigi hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill.
Árni ætlar að hafa samband við ráðuneytið vegna dráttar á umsögninni og óska eftir frest og að undirbúa texta fyrir umsóknina. Umsögnin um rannsóknarskýrsluna gæti fylgt með.
Ráðstefnan Hjólum til framtíðar 2017 fór vel fram og heppnaðist vel. Framkvæmdastýran á hrós skilið.
Á Seltjarnarnesi á næsta ár.
Páll hefur lokið við að klippa saman allar upptökur frá ráðstefnunni og setja á YouTube og inn á undirvefinn um Hjólum til framtíðar. Tvo fyrirlestra mátti ekki birta upptökur frá Ton og fyrirlesturinn um hraðbrautir. Það mátti þó setja fram glærur af þeim fyrirlestri.
Spurning um að setja þessi erindi í kynningu. Einhver kynningarpeningur er til staðar innan verkefnisins sem heldur utan um ráðstefnuhaldið. Páll tekur saman birtingaáætlun til að verja í þetta fyrir um það bil 50 þúsund kr.
Fundur með Fagráði um umferðarmál 3. október. Páll mætti og aðal umræðuefnið voru drög að nýjum umferðarlögum. Fundargerð í viðhengi. Vinna við frumvarpið byrjuð. Búið að mappa athugasemdir og fl. Reyna á að veita Fagráðinu aðgang að þessu og enn má senda inn tillögur. Þó er viðbúið að þetta fari í fyrsta lagi fyrir Alþingi á vorþingi. Einnig rætt hvort þurfi að vera með heildarbreytingar frekar en að taka á þeim atriðum sem brýnt er að setja í lög.
Fundur með Skógrækt Reykjavíkur vegna hjólabanns í Heiðmörk. Haukur mætti sem fulltrúi ÍFHK ásamt fólki frá nokkrum af hinum hjólafélögunum. Afstaða hjólara er að ekki sé lagagrundvöllur fyrir þessu banni og ef ekki verður sýnt fram á annað munu hjólafélögin ekki virða þetta bann. Aðrar hugmyndir að taka leiðina úr Strava eða setja skilti sem áréttar tillitsemi hjólandi gagnvart gangandi.
Ráðstefna Landsbjargar um Slysavarnir 20. október. Haukur mætti fyrir hönd LHM. Það er viðtal við hann í Fréttablaðinu í dag. Páll ákvað að vera próaktívur og póstaði smá pistli á Samgönguhjólreiðar og minnti á að ekki eigi að horfa á reiðhjólahjálma með rörsýn þegar kemur að öryggismálum hjólandi og að horfa eigi á málið í víðu samhengi.
Fulltrúar LHM fóru á Samgönguþing og Umhverfisþing.
Bréf frá Jóni Björnssyni, Meet in Reykjavík, um ráðstefnu um Vetrarhjólreiðar. Sjá nánari upplýsingar um verkefnið í skjali sem vísað er á í fundarboði frá Ásbirni í dag. Spurning hver er „Organizing party“ sem ber fjárhagslega ábyrgð. LHM væri tilbúin til að vera faglegir bakhjarlar en það er að mörgu að huga. Sessý ætlar að tala við Björn og fylgja málinu eftir.
Rædd utanumhald vegna styrkja og styrkumsókna í nafni LHM. Skiptar skoðanir. Þyrfti að útbúa reglur?
Aðalfundur ÍFHK verður á morgun.
Vonarskarð. Það birtist grein í Morgunblaðinu í dag er varðar bann við hjólreiðum í Vonarskarði og stjórnarhætti í Vatnajökulsþjóðgarði.