Stjórnarfundur LHM 13. nóvember 2017

5. Stjórnarfundur,  13. nóvember kl. 17:00 ÍSI Salur

 

Mætt: Árni Davíðsson, formaður umsagnarnefndar Ásbjörn Ólafsson, formaður, Óðinn Snær Ragnarsson, umsagnarnefnd, Katrín Halldórsdóttir, varastjórn, Páll Guðjónsson, ritari, Sesselja Traustadóttir, viðburðastjóri.

Fjarverandi: Anna Kristín Ásbjörnsdóttir, Morten Lange, og Bryndís Friðriksdóttir, varastjórn. og Haukur Eggertsson, gjaldkeri, Sigurður Grétarsson.

 

Aukfundur um umferðarljós

Tilefnið er banaslys sem varð við gangbrautarljós á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar. Þó ekki liggi fyrir tildrög slyssins er ljóst að græna ljósið á gangbrautinni er langt frá því nógu lengi til að hægt sé að ganga yfir allar akbrautirnar.

Óskað var eftir fundi með Reykjavíkurborg og hefur verið boðað til hans þriðjudag 21/11 kl. 10. (eða Sesselja vill reyna færa hann fram á miðvikudag.)

Sesselja óskaði eftir ábendingar um fleiri ljós á Samgönguhjólreiðum, Bíllausum lífsstíl og Reiðhjólabændum og safnaði saman í skjal.
https://docs.google.com/document/d/1-yaKw1q7wPdcPQdlUO3c9g5oB91BgPL-bh1_6DABKAE/edit?ts=5a08e94d

Reykjavíkurborg er að fara í úttekt á öllum umferðarljósum á gönguleiðum á næstunni og væri kjörið að senda þeim þessar ábendingar.

Það eru líklega ekki til neinar hönnunarleiðbeiningar um hvernig fyrirkomulag í kringum gangbrautarljós og þá ekki síst hvernig notendaviðmótið er. Í dag virðist það með ótrúlega fjölbreyttum hætti sem er mjög mis notendavænn. Mörg ljós gefa ekki til til kynna við hverju er að búast. Ekki kviknar á ljósi eða hljóðmerki þó ýtt sé á takka og takkarnir margir virka ekki ef viðkomandi er t.d. með hanska. Einnig er staðsetning rofa oft óhentug þeim sem eru á reiðhjólum, sér í lagi óvenjulegri hjólum svo sem flutningahjólum, farþegahjólum, þríhjólum eða recumbent hjólum að ekki sé minnst á fatlaða í hjólastólum eða skutlum.

Græna ljósið ætti að loga meðan fólk er að fara yfir götuna en ekki bara örfáar sekúndur sem óhætt er að leggja af stað. Það er ekki notendavænt eða börnum auðskyljanlegt að ganga eigi gegn rauða ljósinu. Einnig eru dæmi um að bílstjórar telji gangandi í órétti þegar hann sér gengið eða hjólað gegn rauðu ljósi og svína þá fyrir viðkomandi.

Það væri gott að setja merkingar við ljósin sem segja til um hver hámarkstíminn er og eins ef ekkert grænt ljós komi á gangandi nema ýtt sé á takkann.

Einnig þyrfti að setja merkingar strax þar sem umferðarstýrð ljós skynja aðeins bifreiðar á akbrautum en ekki reiðhjól. Þau ljós þarf samt aðallega að laga þannig að þau mismuni ekki vegfarendum eftir vali á ökutæki. Það eru nokkrar ábendingar um svona gatnamót í skjalinu.