Sjórnarfundur LHM 11. jan. 2018
Mættir: Ásbjörn Ólafsson, Árni Davíðsson, Sigurður Grétarsson, Páll Guðjónsson, Sesselja Traustadóttir, Nils Schwarzkopp.
Fjarverandi: Haukur Eggertsson, , Anna Kristín Ásbjörnsdóttir, Morten Lange, Óðinn Snær Ragnarsson, , Katrín Halldórsdóttir, , Bryndís Friðriksdóttir.
Sesselja og Morten ætla að gera samantekt á stöðu málsins.
Búið að sækja um styrk til Reykjavíkurborgar. Áætlaður kostnaður um 2 milljónir.
Einnig er búið að sækja um að fá að halda ráðstefnuna Winter Cycling. Áætlaður kostnaður um 15 milljónir og ekki gert ráð fyrir styrkjum. Þáttakendur borga um 92 þús. hver. CP Reykjavík reiknaði. Meet in Reykjavík eiga frumkvæði að því að ráðstefnan komi hingað 2019.
http://read.uberflip.com/i/920147-bid-to-host-winter-cycling-congress-2019/45?m4=
Spurning hvort það sé of mikið að halda báðar ráðstefnurnar? Hugsanlega stytta Hjólum til framtíðar?
Undirbúningsfundur 18. janúar í hádeginu.
Fundur í Fagráði umferðarmála. Send út ályktun um að vinnustaðir hugi að því að starfsmenn komist heim af skemmtunum með öruggum hætti.
Fundir með Nils hjá Reykjavíkurborg varðandi úrbætur á útfærslu stýringa og skynjara við umferðarljós. Safna þarf ábendingum um hvar úrbóta er þörf, bæði varðandi skynjara í akbrautum og gangbrautum.
Fór Haukur á fund í Umhverfisráðuneyti varðandi þjóðgarða
Árni fá á kynningarfund varðandi Borgarlínu.
Sesselja mætti á fund hjá Festu varðand loftslagsmál.
Sesselja hitti líka fasteignafélögin Regin, Eykt og Reitir og ræddi mikilvægi þess að hafa góða aðstöðu fyrir gesti og starfsmenn til að koma á reiðhjólum og fór yfir Hjólavottunarverkefnið.
Árni hefur sett inn umsagnir á heimasíðu LHM
Kynning á erindum Hjólað til framtíðar 2017. PG setur í gang birtingar fyrir 30.000 kr. 6 erindi – 5.000 kr.
Farið yfir umsagnir sem Árni hefur útbúið. Almenn ánægja með þær.
LHM fékk styrk vegna talningar reiðhjóla við grunnskóla. Ásbjörn, Sessý og Árni unnu verkefnið.
Jamie var fenginn til að spjalla um BikeMap.
Skoða með að eyða gamla póstlistanum sem er hjá ismennt – PG skoðar.
Kerfi til að skrá reiðhjól, líkt og https://project529.com/garage/ ?
Aðalfundur framundan:
Sveitastjórnarkosningar framundan:
Næsti fundur til undirbúnings aðalfundar mánudag 29. jan. kl. 16-18