Aðalfundur Landssamtaka hjólreiðamanna 27. febrúar 2018.
Fundarstjóri Ásbjörn. Fundarritari Páll Guðjónsson.
Ásbjörn fór yfir ársskýrsluna.
Sjá ársskýrslu.
Almenn ánægja með ársskýrsluna.
Haukur fór yfir ársreikning 2017. Skoðunarmaður samþykkti reikningana og fundurinn einnig.
Ársreikningur 2015 og 2016 höfðu ekki verið undirritaðir á síðasta aðalfundi en samþykki skoðunarmanns liggur nú fyrir og teljast þeir því samþykktir.
Engar tillögur bárust aðalfundi.
Sjá að ofan.
Ásbjörn og Anna Kristín gefa ekki kost á sér í stjórn næsta árið.
Stungið upp á Árna í formannssætið. Guðjón Helgason og Sigurður M. Grétarsson, Páll, Sesselja og Óðinn gefa kost á sér í stjórn.
Varamenn. Morten Lange, Haukur Eggertsson.
Árni Davíðsson samþykktur með lófataki.
Allir meðstjórnendur kosnir samkvæmt lið 8. Skoðunarmaður reikninga Björn Bjarnason.
Formenn nefnda: Aðalfundur vísar því til stjórnar að skipuleggja formennsku og starfsemi nefnda.
Hjólum til framtíðar 2018 er fyrirhuguð og önnur hefðbundin starfsemi.
Ásbjörn tekur sér ársleyfi frá störfum innan stjórnar LHM en fundurinn þakkar honum vel unnin störf.
Samþykkt.
Ársskýrsla Landssamtaka hjólreiðamanna 2017: PDF