Stjórnarfundur LHM 12. september 2017

3. stjórnarfundur LHM. 12. septemberí

Mætt:

Ásbjörn Ólafsson, formaður, Árni Davíðsson, formaður umsagnarnefndar, Sigurður Grétarsson, Páll Guðjónsson, ritari, Sesselja Traustadóttir, viðburðastjóri.

Fjarverandi:

Haukur Eggertsson, gjaldkeri, Anna Kristín Ásbjörnsdóttir, Morten Lange, Óðinn Snær Ragnarsson, umsagnarnefnd, Katrín Halldórsdóttir, varastjórn, Bryndís Friðriksdóttir, varastjórn

Spjall við Stefan hjá ÖBÍ
Ingveldur Jónsdóttir, varaformaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengi og Stefán Vilbergsson verkefnastjóri hjá Aðgengisnefnd ÖBÍ komu.

Blindrafélagið fékk aðgengisverðlaun, m.a. fyrir gular tröppumerkingar.

Leiðbeiningabæklingurinn Algild hönnun utandyra kom út í vor.
http://www.obi.is/is/utgafa/leidbeiningarrit-um-algilda-honnun-i-almenningsrymi

Snjómokstur á veturna er t.d. mikið vandamál þar sem mokstur á einni leið getur lokað fyrir aðra. Einnig eru ekki allar leiðir ruddar nema að hluta.

Snertifletir hópanna eru fjöldamargir og klárlega hafa báðir hag af samstarfi og að sameina krafta til að þrýsta á um mál.

 1. Erlent samstarf, Eurovelo og ECF leadership program
  Ásbjörn var á VeloCity, 1500 manna ráðstefnu.
  Meet in Reykjavík hefur áhuga á að halda VeloCity 2021. Jens Peter Hansen er á leiðinni til landsins frá ECF vegna ráðstefnunnar og Sessý ætlar að leiða þá saman.
 2. Umsagnir
  Engar nýjar beiðnir borist.
 3. Hjólum til framtíðar
  Dagskráin er klár og fyrirlesar komnir í gírinn.
  Farið yfir dagskránna. Eitthvað af kynningum og myndum eru enn í Dropbox einhversstaðar þar sem PG hefur ekki aðgang. Sessý eða Ásbjörn ætla að senda PG link svo hægt sé að byrja að setja dagskrá og abstrakta á vefinn.
 4. Fundir.
  Fundur með skógræktinni 21. September vegna lokunar stíga í Heiðmörk. Fundartíminn stangast á við hjólaráðstefnuna og þyrfti að breyta.
  Samgönguþing 28. September. Sesselja er búin að skrá sig.
 5. Útgáfumál. Ekki rætt..
 6. Fjármál. Ekki rætt..
 7. Önnur mál.
  Í vikunni 5-7. september töldum við hjól við alla grunnskóla Reykjavíkurborgar (rekna af Reykjavíkurborg). Sett verður saman skýrsla og send á Reyjavíkurborg.
  Hjólaskálinn: umræður um nokkra góða valkosti.

ÁÓ/PG