Stjórnarfundur 11. apríl 2017

Stjórnarfundur 1 11. apríl 2017 kl. 20:20 

Mætt:

  • Ásbjörn Ólafsson, formaður 
  • Árni Davíðsson, formaður umsagnarnefndar 
  • Sigurður Grétarsson,
  • Sesselja Traustadóttir, viðburðastjóri 
  • Bryndís Friðriksdóttir, varastjórn 
  • Sólver Sólversson, Hjólafærni 

Fjarverandi:

  • Haukur Eggertsson, gjaldkeri 
  • Anna Kristín Ásbjörnsdóttir 
  • Morten Lange 
  • Páll Guðjónsson, ritstjóri 
  • Óðinn Snær Ragnarsson, umsagnarnefnd 
  • Katrín Halldórsdóttir, varastjórn 

 

Dagskrá: 

19 – 20:00 Spjall við Ágúst, Sævar og Geirþrúði um skýrslu RSNA

20 – 22:00 Stjórnarfundur LHM 

Skipun í embætti 
Allir í sömu embættum og áður. Óðinn bætist í umsagnarnefnd. 

Ákvörðun á dagskrá funda 

  • Erlent samstarf 
  • Umsagnir 
  • Hjólum til framtíðar 
  • Fundir 
  • Útgáfumál 
  • Fjármál 
  • Önnur mál 
     

    0. Fundur með RNSA. Áttum gott spjall og fórum yfir okkar mál.

  1. Erlent samstarf, Eurovelo og ECF leadership program
    ÁÓ fer til Velocity í Hollandi í júní og notar afsláttarmiða LHM. Athuga með fund hjá ECF á undan.
    Eurovelo. Ekkert að frétta. 
  2. Umsagnir 
    Skoðuðum umsögn um brú yfir Fossvog. ÁD sendir hana áfram. 
    Skoðuðum umsögn um hjólarein og strætórein á Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Listabraut. ÁD klárar hana og sendir. 
  3. Hjólum til framtíðar
    Næsti fundur þri. 9. maí. Þurfum að fá staðfestingu á aðal fyrirlesaranum og vinna svo með það. Skoða með Ton Dagger og nýtingu nytjahjóla í þéttbýli. Athuga að deila fundargerðum með stjórn LHM. Erum enn að vinna í dagskránni. 
  4. Fundir.
    Þyrftum að funda með ráðherrum.
    UST mun halda fund með náttúruverndarsamtökum 25. apríl eða 2. maí. Reynum að senda fulltrúa á þann fund : helst Önnu eða Hauk. 
  5. Útgáfumál.
    Hjólafærni gefur áfram út Cycling Iceland og Public transport.
  6. Fjármál.
    Heyra í Hauki með ársreikninginn. Mikilvægt að fá reikninga.
    Sóttum um styrki til Reykjavíkurborgar vegna hjólatalninga við skóla og vegna rýnivinnu. Einnig sótti Hjólafærni um slíka styrki.
  7. Önnur mál
    Höfum áhyggjur af því að nýtt hjólaleigukerfi í Reykjavíkurborg muni fyrst og fremst þjóna hagsmunum ferðamanna. ÁÓ hitti fulltrúa frá smoove.fr á Traffex ráðstefnu í Birmingham en þeir eru nýbúnir að vinna útboð varðandi hjólaleigukerfi fyrir París. Þeir ku hafa sent tölvupóst til Reykjavíkurborgar en ekki fengið nein svör !!! 

ÁÓ 

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.