Mætt:
Ásbjörn Ólafsson, formaður
Árni Davíðsson, formaður umsagnarnefndar
Haukur Eggertsson, gjaldkeri
Páll Guðjónsson, ritstjóri
Sigurður Grétarsson
Sesselja Traustadóttir, viðburðastjóri
Fjarverandi:
Anna Kristín Ásbjörnsdóttir
Bryndís Friðriksdóttir, varastjórn
Katrín Halldórsdóttir, varastjórn
Morten Lange
Óðinn Snær Ragnarsson, umsagnarnefnd
Kynning 19 – 20
Hulda Steingrímsdóttir ætlar að segja okkur aðeins frá því góða hjólreiðastarfi sem Landspítalinn er að sinna.
Ýmsar umhverfisviðurkenningar
Hjólavottun á 11 vinnustöðvum
Tvö ný aðgangsstýrð hjólaskýli. (Fyrir 40 hjól - 20 MKr.)
Verið að vinna í að bæta búningsaðstöðu
Heilsuvænar samgöngur
Eftir átak náði hlutfall þeirra sem voru með samgöngustyrki 28% en ekki allir hafa endurnýjað.
Öryggismyndavélar virðast hjálpa lítið þegar um vana hjólaþjófa er að ræða og viðast ekki einu sinni hafa fælingarmátt.
Samgöngukönnun sýnir mjög jákvæða þróun.
“Oftast á hjóli” 2016 18.63%, 2014 11.15%, eða 8.2 % í könun Vegagerðarinnar.
Samtals um 40% ferðast með vistvænum hætti ef gangandi, og strætó taldir með.
Komst ekki - Hrönn Guðmundsdóttir ætlar líka að reyna að mæta og segja okkur aðeins frá því nýjasta sem er að gerast í „Hjólað í vinnuna“.
Stjórnarfundur 20 – 22:00
Erlent samstarf
Árni ætlar að fara á EuroVelo. Kristinn J. Eysteinsson frá Reykjavíkurborg og Guðbjörg Lilja líka. Gísli Jóns ætlar líka að fara sem blaðamaður Hjólhestsins.
Einhverjar þreifingar eru um að fá EuroVelo til Íslands 2021.
Umsagnir
Þurfum að vera vakandi yfir skipulagsmálum til að gera umsagnir um.
Borgin mun styrkja okkur um 80 þ. Kr. fyrir hverja umsögn sem þeir biðja okkur um. Líklega verður það um stígana sem fyrirhugaðir eru 2017.
Hjólum til framtíðar
Vinna í gangi.
Fundir
Fundur framundan í Fagráðinu.
Boðið á útskriftarhátíð vegna verkefnisins “finndu leið”. Sjá póst fyrr í vikunni.
Fundað var með Heilbrigðismálaráðuneytinu. Sessý mætti fyrir hönd Hjólafærni á Íslandi og Landssamtök hjólreiðamanna.
Útgáfumál
Hjólafærni á Íslandi er að leggja lokahönd á Cycling Iceland hjólakortið, bæði á ensku og íslensku.
Fjármál
Reykjavíkurborg: 720 þúsund í styrk + 80 fyrir hverja umsókn.
Talning hjóla við skóla. Samkvæmt styrkumsókn þarf að telja hjólin í maí.
Árni er með lista yfir skóla og við skiptum liði.
Reyna að fá póst sendann á skóla yfirvöld til að láta vita af því hvað við erum að gera þarna.
Árni og Sessý
Hjólafærni fékk styrk til að vinna áfram með Hjólavottanir.
Samtals voru lagðar inn umsóknir fyrir um 12 milljónir en Borgin valdi úr. Sjá nánar í svarbréfi frá Reykjavíkurborg.
Önnur mál
Hjólað óháð aldri var að fá þrjú hjól til viðbótar og er þjálfun og kynning fyrirhuguð samhliða því.
Eigum við að breyta birtingum á fundagerðum stjórnarinnar og hafa þær opnar öllum. Samþykkt að hafa þær allar opnar á heimasíðunni. Ef viðkvæm mál koma upp má undanskilja þau þegar við á.
Sesselja leggur til að fundargerð fyrri fundar verði lesin í upphafi næsta fundar og samþykkt eða leiðrétt. Hefð er þó fyrir því að senda hana á póstlista stjórnarinnar við fyrsta tækifæri og fá athugasemdir strax. Þær hafa síðan talist samþykktar ef ekki koma athugasemdir.