Stjórnarfundur 27. september 2016

Stjórnarfundur LHM 27/9 2016
Mættir: Páll, Ásbjörn, Morten, Árni og Vilberg.

Deiliskipulag fyrir Vogabyggð

Teikning skoðuð þar sem gert er ráð fyrir hjólarein milli akreinar og bílastæða samhliða götunni. Teikningin er nokkuð óljós varðandi þveranir gatna en líklega er minni hætta á árekstrum ef hjólabraut væri nær gangstétt þannig að bílar á leið inn og úr stæðum þyrftu ekki að skera leið hjólandi. Árni Davíðs ætlar að setja saman umsögn.

ECF leadership program

Rætt um að LHM styrkji Hjólum til framtíðar um 150 þús af LP peningum. Það var gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun. Samþykkt.

Vilberg rukkar fyrir ferðalög eins og gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Morten ætlar að leggja fram endurskoðaða fjárhagsáætlun á næsta fundi.

Hagsmunatengsl í hjólabransanum

Frá ML:

 1. Tillaga að fyrsta skeyti á hjólabransann (Sjá neðar) . Tillaga að (lágmarks-) lista til að senda á.
  1. Morten og Ásbjörn ætla að taka saman lista yfir æskilega samstarfsaðila
  2. Morten hefur áhuga á að fylgja þessu síðan eftir
  3. Það þyrfti að skilgreina þetta sem verkefni sem einhver tæki að sér að stýra.
 2. Erindi barst frá ECF. Svo virðist vera að við eigum enn peninga inni hjá þeim, gefið að við sendum skýrslu um framvindu LP hjá okkur.
  1. Morten ætlar að fylgja því eftir.
 3. Ættum við ekki að skoða stefnumótunarskýrsluna sem var búin til fyrir okkur í vor og ákveða hvað og hvort við viljum nota ?
  1. Rifjum hana upp og tökum kannski fyrir á næsta fundi.

== Hugrenningar um fyrsta skeyti til hjólabransans frá LHM ==

(aðildarfélög hafa vissulega verið í ýmis konar samskipti við bransann)

Senda á : Örninn, Markið, Berlín, GÁP, Tri, Hjólasprettur, Borgarhjól, Jötunvélar Selfoss (?), Skíðaþjónustan, Reykjavík BikeTours, BikeCompany (?)

Erindi :

LHM vilja stofna samskiptaleið til að efla tengslin við hjólreiðabransann.

Viljum gjarnan heyra í bransann líka.

Sjáum fram á 1 til 6 orðsendingar á ári.

Fyrirhugað efni samskipta eða þróun samskiptaleiðar eru :

* Upplýsa um breytingar á lögum /reglugerðum sem eru í vinnslu.

* Upplýsa um ráðstefnu(r) á Íslandi og e.t.v. ráðstefnur og sölustefnur erlendis

* Upplýsa um verkefni hjá LHM, aðildarfélögum svo og öðrum, til dæmis Cycling Iceland, Hjólum.is, Upplýsingabæklinga LHM/ÍFHK

* Upplýsa um samstarf hjólabransans erlendis við systir- og móðursamtök LHM

* Ef áhugi er fyrir hendi má stofna facebook-hóp fyrir hjólabransann og hjólreiðasamtökin, eða tölvupóstlisti.

Hjólum til framtíðar 2017

Ráðstefnan fór vel fram og það voru um 60 - 70 gestir á staðnum og á fjarfundi.

Fyrirhugað að halda næstu ráðstefnu í Hafnarfirði á sama tíma að ári.

Áhugi er á að næsta ráðstefna muni fjalla um öryggismál hjólandi en í samhengi við lýðheilsu.
Morten tekur saman punkta um hvernig mætti útfæra þetta þema.

Ekki liggur fyrir hvert þema Samgönguviku 2017 verður.

Sessý sendi inn skjal með nýjum hugmyndum meðan á fundi stóð.

Fundarstarf í framtíð og fortíð

Haldinn kynning á fjallahjólreiðum á Akureyri ÍSÍ – Vilberg

 1. okt. hefur Umboðsmaður barna boðað til fundar hagsmunaaðila. Ásbjörn kemst ekki.

LHM var á Fundi Fólksins með erindi og kynningarbás þar sem bæklingum var dreift m.a.
Morten hélt erindi um Hjólreiðar – lausnin sem gleymdist?

Hjólreiðar.is var á nokkrum hverfahátíðum, Menningarnótt og götuhátíð. Ásbjörn dreifði einnig bæklingum við skráningu keppenda við Tour of Reykjavík.

21 sept. Ásbjörn og Morten, ásamt Sessý frá Hjólafærni á Íslandi, mættu á athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar Borgarstjóri afhenti Samgönguviðurkenningarnar.

20 sept. Mættu þau einnig ásamt Árna Davíðs á athöfn þar sem voru afhentar fyrstu vottarnirnar frá Hjólavottun.

Nýr hjólastígur opnaður meðfram Bústaðaveg. Morten mætti.

Fjölmiðlar og heimasíður

Ásbjörn á von á vera kallaður í viðtal á Hringbraut og ætlar að fjalla um ljósabúnað

Lög og umsagnir

Sjá fremst

Fjármál og styrkir

PG ætlar að senda inn uppgjör vegna styrkja sem Hjólreiðar.is fékk 2016

Sækja um styrk til Reykjavíkurborgar til að halda ráðstefnur og opna fræðslufundi. Til að efla fræðslustarf, útbúa bæklinga og fleira sem talið er upp í árskýslunni.

Ásbjörn ætlar að útbúa uppkast að umsókn. Frestur er til 3. okt.

Ásbjörn ætlar að sækja um styrk til Skóla og frístundasvið varðandi hjólafræðslu í skólum, uppsetningu hjólabrauta etc. í samstafi við Hjólafærni á Íslandi

Önnur mál

Árni hefur verið að ýta út vör verkefninu Reiðhjól talin við skólann.

Það er komið eitthvað af svörum og þarf að leita leiða til að ná til fleiri. Kostur ef hægt er að ná til sjálfboðaliða í skólunum og jafnvel stækka tengslanetið okkar.

Árni ætlar að senda póst á alla skólana og jafnvel kynna betur á Facebook. Hvetja fólk til að deila þessu á sínum Facebook vegg.

Vilberg benti á að LHM mætti vera sýnilegri og t.d. pósta á Facebook fréttir um t.d. þessa umsögn, boosta hana smá og reyna að fá meiri umfjöllun og vera meira í miðpunkti umræðunnar

Leitað var til Hagstofu Íslands varðandi fjölda samgöngusamningur. Svar kom um að ekki væri hægt að gefa þessar tölur upp að sko komnu. Líklega vegna þess að tölurnar eru ekki staðfestar enn.

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.