Stjórnarfundur 24. jan. 2017

Stjórnarfundur 24. jan. 2017 kl. 20

Mætt:

Ásbjörn Ólafsson, formaður, Árni Davíðsson, Páll Guðjónsson, Sesselja Traustadóttir,

Fjarverandi:

Anna Kristín Ásbjörnsdóttir, Haukur Eggertsson, Sigurður Grétarsson, Vilberg Helgason, Morten Lange

 

1. ECF – leadership program

Morten er fluttur erlendis og að mestu kominn úr störfum fyrir LHM

Mikael Colville-Andersen kom til landsins og hitti ýmsa ráðamenn og okkur í stjórn LHM. LHM er á sömu línu og MCA í flestum málum svo það fór vel á með okkur. Hjólabingóið fannst honum sérlega vel heppnað og óskaði eftir að fá það þýtt á ensku svo hann gæti kynnt þetta á Copenhagenize vefnum sínum. Ýmislegt rætt og velt fyrir sér.

Spurning um að presentera fjárhag Hjólafærni á Íslandi og LHM sameiginlega til að geta sýnt fram á veltu en það er það atriði sem háir LHM þegar sótt er um rekstrarstyrki.

VeloCity í 13.-16. júní í Hollandi. Ásbjörn er að spá í að fara og einn annar, Árni eða Sesselja.

Hugsanlega er hægt að leyfa Guðbjörgu Lilju að fá afslátt í gegnum okkur.

 

2. Hjólum til framtíðar

Næsti fundur 9. feb. Undirbúningur virkar vel.

Janette Sadik-Khan og hennar meðhöfundur að bókinni Street Fight, Seth Solomon eru væntanleg eða hafa amk. tekið vel í það. Þau óska eftir að eitthvað af bókum verði keypt í forsölu og að þeim verði flogið á bussiness class.

Karl Benediktson – búa til háskólaevent á fimmtudeginum?

Fá einhvern frá Grindavíkurbæ til að fjalla um nýja hjólastíginn?

Ásbjörn ætlar að reyna að virkja lögregluna inn í verkefnið

 

3. Fundarstarf í fortíð, nútíð og framtíð

Nú er hugmynd að láta útbúa verkefni í kringum hugmyndina um hjólagerði. Taka saman nokkrar hugmyndir að hvernig þetta gæti verið og útbúa jafnvel prototýpu eða hönnunarleiðbeiningar. Þetta verkefni væri í samvinnu milli LHM, Hjólafærni, Grundaskóla, Guðbjörgu Lilju og fl. kannski og styrkt af Vegagerðinni.

Aðalfundur. Þarf að boða með mánaðar fyrirvara og halda í febrúar. Fimmtudaginn 8. mars í klúbbhúsinu. Palli athugar hvort húsið sé ekki laust og að senda út fundarboð. Það þarf að skipa kjörnefnd – stjórnin mannar hana.

Undirbúa ársskýrslu 2016. PG setur beinagrind í loftið og allir hjálpast til við að setja kjöt á beinin.

Funda með Brynhildi hjá Orkuveitunni varðandi að breyta hestastígum í hjólastíga?

Mætti efla samstarfið eða samtalið við Hjólreiðasambandið og keppnisíþróttirnar.

Hugmyndir um að gera hjólum.is að einhverjum samstarfsvettvang, sjá mynd sem Sessý sendi í kvöld.

Reyna að finna grundvöll á samstarfi við Hjólað í vinnuna. Mætti bjóða þeim að lauma Hjólreiðar.is bæklingum með bréfi til liðsstjóra ef verið er að senda póst til þeirra á annað borð. Reyna að koma á fundi með þeim sem standa að Hjólað í vinnuna og hefja samtalið.

 

4. Fjölmiðlar og heimasíður

Allar upptökur frá síðustu hjólaráðstefnu komnar á netið. Spurning um að kynna staka fyrirlestra? Pósta á Facebook og kosta boost? (Hugmyndinni varpað fram en ekkert ákveðið með pening svo það verður tæplega boostað).

Hjólhesturinn í vinnslu. Allir hvattir til að skrifa pistla.

 

5. Lög, reglugerðir og umsagnir

Árni er búinn að taka saman nokkrar umsagnir.

  • Reykjavík. Lýsing – Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi.
  • Kópavogur, Skipulagslýsing fyrir Fossvogsbrú og þróunarsvæði á Kársnesi.
  • Seltjarnarnes, Deiliskipulag Vestursvæðis.
  • Endurskoðað aðalskipulag Seltjarnarnesbæjar.
  • Reykjavík. Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, Nauthólsvegur-Flugvallarvegur.
  • Reykjavík. Breytingu á deiliskipulagi Háskólans í Reykjavík.
  • Reykjavík. Deiliskipulag, Breiðholtsbraut — göngubrú.
  • Mosfellsbær. Deiliskipulag Þingvallavegar í Mosfellsdal.
  • Reykjanesbær. Endurskoðun á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2015-2030.

Líklega verður ekkert af heildarendurskoðun umferðarlaga og því mikilvægt að reyna að fá inn nauðsynlegar breytingar. Einnig var Árni búinn að taka saman tillögur að breytingum á reglugerðum um vegamerkingar. Sjá pósta frá miðjum des. á stjórnarpóstlistann. LHM þyrfti að koma á framfæri okkar óskum um lagabreytingar og eða breytingar á reglugerðum.

Árni var líka búinn að undibúa fyrirspurnir varðandi verkaskiptingu stofnana og um stefnu ráðuneytisins varðandi Fagráð um umferðarmál, sem hefur ekki fundað. Þau voru ekki send þar sem stefnt var á að funda frekar með þessum aðilum. En þar sem það hefur ekki gengið eftir er spurning um að senda amk. aðra fyrirspurnina.

Sessý var skipuð fulltrúi LHM í fagráði um umferðarmál og Ásbjörn og Árni til vara.

 

6. Fjármál

Það var sótt um styrk til Borgarinnar en engin svör komin enn.

LHM fékk 25.000 kr. frá íbúasamtökum Laugardals fyrir hjólaþrautabrautina sem við vorum með á götumarkaðnum.

 

7. Önnur mál

Teljari á Suðurlandsbraut virkar ekki

Gangbrautartakki á gatnamótum Kringlumýrarbrautar Sæbrautar virkar þannig að ekki kemur ljós nema ýtt sé á hann. Á einhverjum stöðum er þetta fyrirkomulag og vantar yfirleitt alveg að merkja að það sé nauðsynlegt að ýta á takkann. Fatlaðir gætu átt erfitt með að ýta á þetta ef þeir eru handalausir t.d. Spurning hver ber ábyrgð á þessu. Sessý skrifaði borginni einhverntíma bréf varðandi þetta og spurning um að vekja athygli á þessu aftur. Jafnvel að gera það í samvinnu við Sjálfsbjörg í Reykjavík eða sambærileg félög fatlaðra?