Stjórnarfundur 4, 10. ágúst 2016 frá 19 – 21 í ÍSI sal A
Mætt:
Ásbjörn Ólafsson, formaður, Árni Davíðsson, Morten Lange, Páll Guðjónsson, Sesselja Traustadóttir, Vilberg Helgason
Fjarverandi:
Haukur Eggertsson, Sigurður Grétarsson, Anna Kristín Ásbjörnsdóttir
LHM – stjórnarfundur 10/8 2016
Ekki búið að halda málstofu eins og til stóð.
Búa til hagsmunatengslakort – ML
Fundur á fimmtudag hjá nefnd
Það vantar einhvern til að halda utan um verkefnið, vefumsjón og markaðssetning.
Reyna að fá Ferðamálastofu til að sinna málinu betur. Funda með Ólöfu Ýrr?
Ásbjörn og Morten mættu í Róttæka háskólann á fyrirlestur um umhverfismál.
Skoða með að senda inn pistil á grugg.is ?
ÁD var búinn að útbúa spurningar um stefnu stjórnmálaflokkanna sem mætti leggja fyrir flokkana fyrir komandi kosningar. Árni skoðar stöðuna og aðlagar fyrir þessar kosningar og við reynum að koma þessu í framkvæmd.
VeloCity verður í Hollandi næsta ár. Maí eða júní?
Bylgjan, Reykjavík síðdegis, hringdi í Ásbjörn og spjallaði um hjólreiðar.
Sigmundur Ernir fékk Ásbjörn í viðtal á Hringbraut.
Kjarninn birti umfjöllun um Hjólreiðar.is og Hjólafærni á Íslandi – PG og ST
http://kjarninn.is/skyring/2016-06-23-breyttir-timar-nu-skal-hjolad/
Ekkert nýtt.
Sveitafélög hafa ekki haft samband að fyrra bragði.
Búið að klára nokkar nýjar leiðir eða þær langt komnar.
Ekki rætt.
Skilti til að merkja hjólaleiðir eru enn í vinnslu hjá Vegagerðinni. Ásbjörn hefur komið með ábendingar sem innanhúsmaður hjá Vegagerðinni.
Verkefnið fékk tvo styrki frá Reykjavíkurborg og hverfasjóð Reykjavíkurborgar, samtals 800.000 kr.
Starfað er eftir fjárhagsáætlun og verkefnalýsingu.
PG uppfærði bæklinginn frá 2013 og það er búið að prenta 10.000 eintök af hvorum.
Búið að hanna boli og paggöt.
Ákveðið að prenta 50 boli til að byrja með. Í framhaldinu má hugleiða með bakpoka / sundpoka til viðbótar og jafnvel skilti / gardínu til að merkja bás fyrir viðburði eða annarskonar merkingar.
Spurning um að mæta á hverfahátíðir og viðburði sem eru á næstu vikum. Sjá lista.
Ákveðið að reyna að vera á flestum þessum viðburðum nema kannski Breiðholtshátíðinni.
PG talar við Magga Bergs sem hafði boðið fram til láns gult cargohjól og reyna að skreyta það sem kynningarbás sem væri síðan notaður næsta mánuðinn.
Ásbjörn stakk upp á að við myndum reyna að koma okkur fyrir í nokkur skipti við stígana og ná þannig til fólks. Jafnvel mætti vera hjá nýju viðgerðarstöndunum sem eru komnir víða um borgina.
Ýmsar aðrar hugmyndir ræddar og ákveðið að byrja með þetta og að við myndum prófa okkur áfram með hvað virkar og hvað ekki.
Á næsta ári mætti undirbúa fleiri svipaðar kynningar eins og að fá sérmerktar bjöllur til að gefa og hvetja þannig til góðrar hegðunar á stígunum.
Þetta eru dagsetningarnar:
14. ágúst sunnudagur
Breiðholt festival
https://www.facebook.com/events/1760336884207338/
Vera með bás / stand / skreytt kristjaníuhjól
Bolirnir verða ekki tilbúnir – spurning um að sleppa.
20. ágúst laugardagur
Menningarnótt
Vera með bás / stand / skreytt kristjaníuhjól
Vera við Hljómskálann í tengslum við Reykjavíkurhlaupið.
og hugsanlega
27. ágúst laugardagur
Íbúasamtök Laugardals
Markaður við Menntaskólann við Sund
Vera með bás / stand / skreytt kristjaníuhjól
Ásbjörn er að spá í þrautabraut og Morten er viðriðinn skipulagningu
2. september - 3. september föstudag + laugardag
Fundur fólksins 2016
https://www.facebook.com/events/1554974754807103/
Vera með bás / stand / skreytt kristjaníuhjól –
Morten skipuleggur
16. sept. 2016 föstudagur
Hjólum til framtíðar 2016
Bæklingar fá að liggja frammi.