Stjórnarfundur 8. mars 2016

Stjórnarfundur 8. mars 2016 kl. 19.30

Mætt:

Ásbjörn Ólafsson, formaður, Árni Davíðsson, Morten Lange, Páll Guðjónsson, Sigurður Grétarsson, Sesselja Traustadóttir, Sólver áheyrnarfulltrúi Hjólafærni á Íslandi, Anna Kristín Ásbjörnsdóttir mætti 20:40

Fjarverandi:

Haukur Eggertsson, Vilberg Helgason, Haraldur Karlsson

 

1. ECF – leadership program

Sessý fór yfir fjárhagsáætlunina sem má skoða í LP möppunni á Dropboxi.

2. Hjólum til framtíðar

Undirbúningsnefndin hittist og er að leita að vænlegu efni sem tengist hjólreiðum og náttúrunni.

Vilberg ætlar að opna á tengsl við hönnuð hjólabrautarinnar í Kjarnaskógi vegna ráðstefnunnar í haust. Og fleiri nefndir til sögunnar. Allt opið nema þema er náttúran

3. Fundarstarf í fortíð, nútíð og framtíð

Næsti fundur stjórnar annar þriðjudag í mánuði, 12. apríl kl. 19 matur, fundur 19:30 til 22:22

Fundur MPA verkefnisins í stefnumótun á morgun + miðvikudag í næstu viku + meira? Ræddar hugmyndir að spurningum til að senda út. Gildishlaðnar til að kalla fram niðurstöðu? ST: væri það svo slæmt? PG: Mikilvægt að spyrja hlutlausra spurninga ef leita á eftir skoðunum annarra. Nokkrar mögulegar spurningar ræddar lauslega.

ML: Stefnumótunarmálstofur reglulegar næstu vikurnar?

4. Fjölmiðlar og heimasíður

Mogginn hafði samband við Ásbjörn varðandi vetrarþjónustu og hann tók vel í það.

Morten vill gjarnan að vetrarþjónusta verði betur skilgreind.

Í næstu viku verður Vegagerðin með vetrarþjónusturáðstefnu.

SSH mætti boða fund og stilla saman strengi varðandi þessa þjónustu. ÁD telur það rétta vettvanginn.

Reykjavík vikublað – er það nýr höfuðandstæðingur LHM. Ætti að svara þessu eða ekki? Ætti LHM að vera með nokkra jákvæða pistla á facebook.

Anna kom með hugmynd – vegavaktin – skella tilkynningum á facebook eftir tilefni?

Vill LHM setja pening í að endurprenta Hjólabingó? ST: vill skilyrða pening í prentun við að teikningu verði breytt og settur reiðhjólahjálmur á konuna. PG: minnir á að Hjólreiðar.is hafi verið sett á fót til að vera mótvægi við yfirgnæfandi sport ímyndina á öðrum vefum, myndastefnan hafi í upphafi verið ákveðin til samræmis við CycleChic og það sé forsenda þess verkefnis og verði því ekki breytt. „búrkustefna“ sumra í stjórnsýslunni er fáránleg, að halda því fram að íslenskar konur megi ekki sjást hjóla um án þess að hylja hárið stenst enga skoðun.

Mótsagnakenndar umræður fyrst vildi Ásbjörn prenta 30.000 eintök en á endanum var ákveðið að LHM myndi ekki setja pening í endurprentun að þessu sinni. Þó virtist vilji hjá ST og ÁÓ til að dreifa pésanum ef hann væri til.

Hjólhestur í vinnslu. Nokkrar greinar frá LHM fólki.

5. Lög, reglugerðir og umsagnir

Ekkert í gangi nema Ásbjörn var að fínisera umferðarmerki. Sólver bendir á brilliant skilti sem notuð eru á Nýja Sjálandi þar sem aðstæður eru um margt líka og á Íslandi. Ásbjörn ætlar að skoða.

6. Fjármál

Haukur verður væntanlega gjaldkeri. PG ritari. Verkaskipting stjórnar lítið rædd.

7. Önnur mál

MPA stefnumótun. Sjá fyrir ofan.

Sessý er að hitta Ólöfu Ýrr Ferðamálastofu á morgun að ræða um EuroVelo og fl.

Hjólreiðadagur í Kópavogi

Sessý er í undirbúningshópnum frá Hjólafærni

Helgi Berg Friðþjófsson – hjólabraut

Vilberg skýtur inn varðandi reynslu þeirra af því að búa til hjólabrautir og virkja sjálfboðaliða til að smíða og leiðbeina á viðburðinum. Eftir viðburðina fá þau að eiga þessar brautir og geta svo leikið sér í þeim sem er aftur hvetjandi til að fá fólk í þetta.

Hvað á LHM að ganga langt í að vera þarna sem framkvæmdaaðili eða eigum við kannski bara að varpa fram hugmyndum og benda á tengiliði?

Siggi nefnir að því að Kópavogur sé að fara að skipuleggja Kópavogsdalinn alveg upp að Breiddinni. Spurning um að leggja til við þá að hafa hjólabraut þar?

Fjallahjólabandalagið eru að merkja Jaðarinn. Sem er fyrsta leiðin sem er gerð fyrir fjallahjól. Hún fylgir hraunjaðrinum frá Bláfjöllum til höfuðborgarsvæðisins. Vilberg hefur einnig komið að merkingum fyrir norðan og þau fengu 250 þ.kr. í það verkefni fyrir norðan.

http://halendid.is/verkefnid/#merki-signs

Anna saknar þess að af níu merkjum er ekkert sem sýnir reiðhjól.

Google-drive ?

Siggi er að fara að hitta þær hjá Barnaheill og kannski kemur einhver frá Kiwanis sem starfar að þessu verkefni. Hjólasöfnun Barnaheilla.

Hjólað í vinnuna – samstarf? Hver er staðan.

Ásbjörn langar í gpstracker sem væri hægt að leigja út í svona keppni.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.