Stjórnarfundur 7. mars 2017

Stjórnarfundur 7. mars 2017 kl. 20:00

Mætt:

Anna Kristín Ásbjörnsdóttir, Árni Davíðsson, Ásbjörn Ólafsson, formaður, Haukur Eggertsson, Páll Guðjónsson, Sesselja Traustadóttir, Sigurður Grétarsson

Fjarverandi:

Vilberg Helgason, Morten Lange

1. ECF – leadership program

Ásbjörn er búinn að bóka sig á VeloCity 13-16 júní í Arnhem Hollandi.

2. Hjólum til framtíðar 2017

  • Nafninu var breytt í „Ánægja og öryggi“.
  • Undirbúningsnefnd hittist reglulega og er undirbúningur með ágætum.
  • Grindavík ætlar að taka þátt.
  • Rætt var á fundi með ráðuneytinu að reyna kannski að taka mið af þema Evrópsku Samgönguvikunnar.
  • Í umræðunni er að halda þetta í Seltjarnarnesbæ 2018.
  • Fundargerð verður send á póstlista LHM

3. Fundarstarf í fortíð, nútíð og framtíð

Fundur með Bergþóru Umhverfisráðuneytinu varðandi Samgönguviku. Ásbjörn og Sesselja.

Fundur með Umhverfisráðherra þar sem öllum hagsmunaaðilum var boðið. Ásbörn og Sesselja. Búið að óska eftir frekari fundum. Þessir voru nokkuð almennir.

Haukur fundaði með Samút. Hann er kominn í framkvæmdastjórn Samút.

Kristinn Eysteinsson og Björg eru helstu aðilar með hjólamálin hjá Reykjavíkurborg í gegnum Hjólaborgin. Þau höfðu samband við Sesselju í Hjólum.is varðandi hjólaverkefni hjá borginni. Sessý, Árni, Ásbjörn og María funduðu með þeim og tóku saman hugmyndir að því sem Hjólum.is / LHM / fl.? gæti gert. Það voru settar saman glærur sem verða sendar á póstlista stjórnar LHM. Sesselja fór yfir glærurnar og drög að fjárhagsáætlun upp á um 17 milljónir næstu þrjú ár.

4. Fjölmiðlar og heimasíður

5. Lög, reglugerðir og umsagnir

6. Fjármál

Rennt yfir ársreikning. Þarf leiðrétta styrkina sem verkefnið Hjólreiðar.is fékk 500 þús frá Reykjavíkurborg og 300 þús frá Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. Hverfissjóður borgaði í tveim hlutum og það að seinni helmingur hafi komið 2017 ætti að bóka þannig að styrkurinn hafi verið 300 á 2016 og 150 hafi verið í skuld um áramót 2016-17.

7. Önnur mál

Hjólagarpur er væntanlegur til landsins. Spurning um að gera viðburð úr því, bjóða honum að halda fyrirlestur og kynna út á við. Hugsanlega í samvinnu við Fjallahjólaklúbbinn eða Bike Cave t.d.

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.