2015-11-17 8. fundur stjórnar LHM 2015-2016

Stjórnarfundur LHM 17. nóv. 2015

Mættir: Ásbjörn, Árni, Páll, Sesselja, og Morten,
Komust ekki: Haukur, Þórdís, Haraldur

Mál á dagskrá:

Fundargerð síðasta fundar. Ásbjörn og fleiri tóku niður punkta. Ásbjörn ætlar að safna þessu saman í funargerð og senda á póstlista stjórnar LHM.

 

Fjármál og styrkir

ÁÓ óskaði eftir 12 miljón króna framlag frá fjárlaganefnd til að geta ráðið tvo starfsmenn.
Enn í vinnslu.

PG / Hjólreiðar.is sóttu um 500þ bæði til Reykjavíkur og Umhverfisráðuneytis.
Úthlutað í enda árs eða janúar.

Sessý hefur sótt um fyrir Hjólafærni og ræddi um að við mættum koma betra skipulagi á styrkjavinnuna og skilgreina þau verkefni sem LHM vill sækja um styrki fyrir. Gjaldkeri gæti haldið utan um styrkjavinnuna og kallað eftir verkefnalýsingum á verkefnum frá verkefnastjórum hvers verkefnis.

ÁÓ vill kaup tvö umferðarmerki til að gefa Reykjavíkurborg og Samgöngustofu. 5-8.000 kr. stykkið.
Botngötumerki fyrir hjól. – Samþykkt. Hugsanlega má reyna að nota þetta til að vekja athygli á 20 ára afmæli LHM næsta mánudag.

 

Grein/ar í vinnslu:

Yfirlýsing um hjólreiðar sem loftslagsvænan samgöngumáta.
ÁÓ er með grein í vinnslu, þýðing á yfirlýsingu evrópsku samgönguráðuneytanna sem funduðu nýlega.

Kannski skrifar hann líka grein í tilefni af 20 ára afmæli LHM.

Loftslagsgangan 29. nóvember.
Morten ætlar að skrifa pistil um það hvernig reiðhjólið er partur af lausninni.

 

Umboðsmaður barna (og hjólreiðar barna á skólalóð)

Okkur vantar að útbúa bréf til að senda á skóla á haustin og vorin um hvernig má hvetja skólabörnin til að hjóla með öruggum hætti til og frá skóla. Kannski líka svarbréf ef okkur mislíkar skeyti líkt og Sigurður Grétar fékk frá skóla sinna barna?

Morten fundaði með Umboðsmanni barna og átti góðan fund. Það má nota nokkra punkta úr barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í bréfið og til að minna á jafnrétti samgöngumáta. Umboðsmaðurinn er tilbúinn til að funda frekar með LHM.

 

Ferð til Ljubljana Slóveníu

Morten og Sessý fara þriðjudaginn 24.nóv.  Koma aftur 30. og 31.
Workshop í þrjá daga plús hjólaferð. ECF leadership program.

Tillaga að halda opinn kynningarfund á því sem við munum læra þarna og kannski að nota hann til að kynna út á við betur það starf sem er í gangi með það að leiðarljósi að LHM verði með starfsmann í framtíðinni.

 

Önnur mál.

 

Skilti og skyldunotkun stíga. ( ECF intranet umræður) – Morten

Kringlótt skilti um hjólastíga eru samkvæmt Vínarsáttmálanum boðmerki, að þar verði að hjóla, það er ekki valkvæmt. ÁD bendir á að Ísland hafi aldrei innleitt Vínarsáttmálann og ekkert er í lögum hér um að þetta umferðarmerki þýði skyldunotkun. Þá er ferkantaði bláa hjólastígsskiltið ( sem þýðir frátekið fyrir hjólandi og gangandi en ekki skyldunotkun, skv. Vínarsáttmálanum) ekki til í íslenskri reglugerð.  Viðbót ML : Erlendir gestir gera sennilegast ráð fyrir að skiltin þýða hið sama hér, og annars, en þetta er alls ekki meiriháttar mál hér, né í náinni framtíð.

 

Heimsókn frá Írlandi – Cycling Dublin - Damien

Bara skemmtileg heimsókn. Þau eru með skemmtilegt verkefni tengt hjólastuldi, hvernig best er að læsa hjólinu tryggilega við alvöru hjólastæði. Sessý hefur trú á að auðvelt væri að fá tryggingafélög til að styrkja slíkt verkefni. – Það þyrfti að skrifa verkefnislýsingu sem mætti nota í styrkumsóknir.

 

Snjóruðningur. Stefna LHM, er hún til og hvernig er henni fylgt eftir? Sjá erindi sem Sigurður Óli Kolbeinsson hjá Verði sendi okkur.

ÁD hefur yfirsýn yfir hvaða þjónusta er í gangi. ÁÓ gæti hugsað sér að taka saman pistil um þetta. Jafnvel að útbúa kort um vetrarþjónustuna líkt og hér: http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/leidbeiningar-og-stadlar/vetrarthjonusta/vinnureglur//7da279901a6ba16b00257111004ba88f?OpenDocument

Kannski ætti að fjalla um þetta á vettvangi SSH og LHM gæti stuðlað að því að stefna mönnum saman á fund. ÁÓ tekur þann bolta.

 

Samút og náttúrulögin – Haukur

Frá Hauk:

Ég kemst ekki. En ég hef gert samút grein fyrir okkar skoðun á þessari slæmu þróun sem varð á lokametrunum. En ef að einhver hefur tök á að mæta, þá endilega.

Það sem gerðist var að landeigendum afgirtra óræktaðra svæða "í byggð" varð heimilt að banna umferð, án rökstuðnings. Þessu þarf að mótmæla.

Þetta ákvæði var í eldri lögum og áformum um að breyta þessu voru afturkölluð nú.

 

Álykta vegna niðurfellingar á minningardegi fórnarlamba umferðarslysa 15. nóv?

LHM telur synd af enginn atburður eigi sér stað á þessum degi.

 

20 ára afmæli eftir 6 daga – eitthvað?

Greinaskrif og eða skiltagjöf – sjá fyrir ofan.

 

Ljós og naglar – vill LHM setja af stað eitthvað kynningarátak? Facebook herferð? Ljósagjöf? Pistlaskrif?

LHM er tilbúið að setja pening í smá herferð, PG sér um útfærslu.
Samþykkt útgjöld allt að 50 þ.kr. úr sjóðum LHM.

Næst mætti þetta vera eitt af skilgreindum verkefnum og reynt að safna styrkjum.

 

Tillaga að Samgönguáætlun – eitthvað?

Morten sendi umsögn í eigin nafni. Skoðað lauslega og tekið undir efnislega. Spurning um að setja þetta í skjalasafn LHM?

 

Upptökur af öllum erindum hjólaráðstefnunnar er tilbúnar og komnar á vefinn – Á að gera eitthvað meira við þær?

PG hefur undanfarnar vikur setið yfir tölvunni að vinna úr upptökum frá ráðstefnunni og koma þeim á netið. Því miður voru ekki til kynningar á flestum fyrirlestrunum svo það þurfti að skrifa þær líka. Skipuleggjendur ráðstefnu mættu reyna að undirbúa þær betur næst.

Almenn ánægja með framtakið og framsetninguna.

Sessý fylgir eftir með því að hafa samband við fyrirlesara og ráðstefnugesti og sendir þeim þakkarorð. Og minnir á ráðstefnu næsta árs.

 

 

 

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.