Stjórnarfundur LHM 25. ág. 2015
Mættir: Ásbjörn, Árni, Páll, Sesselja, Siggi, Morten og Þórdís. Haraldur komst ekki.
Ásbjörn pantaði veitingar
PG tók að sér fundargerð
Mál á dagskrá:
Hjólaskálin. Stungið hefur verið upp á nokkrum aðilum. Veltum þessu betur fyrir okkur.
· ÁTVR
· CCP
· Advania
· ÍsAl – Rio Tinto
· WOW Cyclothon
· Fjallahjólaklúbburinn
· Hjólreiðafélag Akureyrar
o Útilokað:
o Hjólabætum Ísland
o Alþingi vegna samgöngusamninga
o LHM
o Samtök um Bíllausan lífsstíl
o Mosfellsbær
o Reykjavíkurborg
Facebook. Það er til sér síða fyrir ráðstefnurnar kennd við ráðstefnuna 2013 og með url tengt 2012:
https://www.facebook.com/HjolumTilFramtidar2012/
PG breytti bæði nafni og url í Hjólum til framtíðar svo nú nær síðan yfir allar ráðstefnur með þessu nafni: https://www.facebook.com/HjolumTilFramtidar
LHM hostar event og reyna að láta líka síður Hjólafærni á Íslandi og Hjólum til framtíðar vera co-host.
Yfirskrift ráðstefnunnar er í takt við enska heitið á Samgönguviku: Veljum, blöndum & njótum
Micael Tran er að vinna grafík og þegar það er komið sér PG um að koma þessu á heimasíður og Facebook. Veggspjald, bannerar og auglýsingaborðar.
Rætt um hjólaleiðina á fimmtudeginum – ákveða leið.
Fyrirkomulag á uppskeruhátíðinni eftir ráðstefnuna? Hugsanlega í litlu plássi hjá Vegagerðinni og fá vert til að græja mat. PG ætlar að setja Sessý í samband við einn góðan.
Dreifing: Sessý langt komin með einn kassa af pésum og það er meira til niðri í klúbbhúsi.
PG kom með 15 veggspjöld sem má dreifa og annað eins er niðri í klúbbhúsi
Árni ætlar að dreifa í sundlaugar og víðar. Sessý búin að fara með í flestar hjólabúðir.
Kynning online heldur áfram fram yfir Samgönguviku og fer þá á pásu
Ásbirni var falið að hanna skilti hjá Vegagerðinni.
Velt upp að láta leiðina enda í Bláa lóninu. Ætti Reykjavík ekki að vera á leiðinni? Enda á farfuglaheimilinu?
Rædd fjármögnun og hver sér um verkefnið. Starfsmaður hjá Ferðamálastofu í 30% eða eitt af verkefnum starfsmanns LHM? Beðið svara frá Ólöfu Ýrr Ferðamálastjóra. Björn er að hætta þar.
Skoðað nýtt kort frá Höfuðborgarstofu og fékk það góðar viðtökur. Það væri kjörið fyrir LHM að reyna að gera sambærilega hluti á íslensku. Ásbjörn hvatti menn til að velta fyrir sér leiðum og þemum.
Það þarf líka að huga að hjólaleiðum fyrir æfingahópa sem væru ekki gangandi til ama.
Hjólabingó. Það er eiginlega nýtt brand.
Að láta útbúa boli með merki. T.d. blátt boðmerki með bingókonunni. Kannski skuggamynd af konu á dömuhjóli.
„Verum sýnileg“ grafík sem mætti nota bæði á bol og
Láta útbúa „Hjólreiðar er lausnin“ – auglýsingaráðstefnuborða. Huga þarf að því að innihaldið henti við allar aðstæður og svo að því hvar ætti að geyma þetta.
Ábjörn er búinn að taka saman skjal með framtíðarsýn LHM þar sem talin eru upp þau verkefni sem unnið hefur verið að innan LHM og Hjólafærni á Íslandi. Það má betrumbæta það í vetur.
Laugardagsferðirnar. Tilgangurinn að fá nýtt fólk inn í starfið og það hefur gengið vel. Það mætti gjarnan hafa fleiri til að skipta með sér að leiða hópinn. Það má velta fyrir sér nýjungum.
Boðað til fundar í byrjun september hjá starfshópi sem var skipaður úr fagráðinu. Morten ætlar að athugar hvort eitthvað af því efni megi fjalla um á opinberum vettvangi.
Lagaumhverfið vantar t.d. varðandi hjólastíga, hjólareinar og fleira. Spurning hvernig best er að tækla það.
Bílar sem leggja á hjólastígum eru vandamál. Hvernig er best að tækla það? Umræður. Af hverju gerir lögreglan ekkert í að sekta. ÁD ætlar að taka saman fyrirspurn á lögregluna til að reyna að fá þetta á hreint þannig að við getum í framhaldinu pressað á úrbætur.