Sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu; lof og lausnir - Árni Davíðsson

Sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu; lof og lausnir

Undanfarin 10 ár má segja að það hafi verið lyft Grettistaki í aðstöðu fyrir hjólreiðar og aðra virka samgöngumáta á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem áður voru engar leiðir milli sveitarfélaga og hverfa nema stofnbrautir er nú komið stígakerfi sem teygir sig frá Mosfellsbæ í norðri að Hafnarfirði í suðri og frá Seltjarnarnesi í vestri að Heiðmörk í austri. Það er samt enn verk fyrir höndum að klára stofnstígakerfið. Bættu stígakerfi fylgja líka önnur vandamál sem tengjast því að notkun þess hefur stóraukist og meiri kröfur eru nú gerðar til þess enn menn gátu ímyndað sér. Auknar kröfur eru nú gerðar um að stígakerfið og þjónusta við það sé til jafns við gatnakerfið og að hægt sé að nota það árið um kring án hindrana. Í erindinu verður reynt að stikla á stóru í hvar vel hefur tekist og hvar megi bæta úr.

Árni Davíðsson 

Árni er formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Hann hefur hjólað til samgangna frá árinu 1987 og starfað sem sjálfboðaliði að hjólreiðamálum frá árinu 2008. Árni var formaður Landssamtaka hjólreiðamanna á árunum 2010 til 2013 og aftur frá árinu 2018. Undir merkjum Landssamtaka hjólreiðamanna hefur Árni m.a. staðið að verkefni um öryggissskoðun hjólreiðastíga og talningu á reiðhjólum og hjólreiðastæðum við grunnskóla. Árni hefur jafnframt verið þátttakandi í starfi Hjólafærni á Íslandi og haldið fyrirlestra og námskeið í samgönguhjólreiðum, hjólaviðgerðum og séð um ástandsskoðun reiðhjóla undir merkjum "Dr. Bæk". Árni er M.s. líffræðingur að mennt og starfar sem heilbrigðisfulltrúi.

 

Upptaka

 

Glærur

Skoðið þetta

Allir hagnast á samgögnusamningum. Bætt heilsa, færri veikindadagar, skattfrjáls peningur og það bara fyrir að hvíla bílinn?
Samantekt Landssamtaka hjólreiðamanna um gerð samgöngusamninga.
LHM hefur útbúið leiðbeiningar fyrir umferð hjólandi á stígum og gangstéttum og götum. Markmiðið með úgáfu leiðbeininganna er að auka öryggi hjólandi í umferðinni og draga úr núningi milli hjólandi og annara vegfaranda hvort heldur er á stígum eða götum.
Leiðbeiningar LHM um umferð hjólandi á stígum og götum
Sáttmálinn innheldur góð ráð bæði til hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra. Hann var gerður í samvinnu Samgöngustofu, Hjólafærni, Vegagerðarinnar, Eflu verkfræðistofu, Hjólaþjálfun (María Ögn), Landsamtaka hjólreiðamanna, Strætó, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar Sáttmáli atvinnubílstjóra og hjólandi vegfarenda
Nú geta einstaklingar gerst aðilar að LHM með einföldum hætti. Nánar hér.

Stuðningsaðilar ráðstefnunnar