Úttekt var gerð á stofnstígakerfinu og fjöldi og hraði hjólreiðamanna greindur. Talningar ásamt hraðamælingum úr níu teljurum á höfuðborgarsvæðinu voru skoðuð og teknar saman niðurstöður á fjölda hjólreiðamanna á dag, hverri klukkustund ásamt dreifingu hjólreiðamanna yfir sólarhringinn. Niðurstöðurnar sýna að mikill munur er á fjölda og hraða hjólreiðamanna eftir staðsetningu. Flestir hjóluðu fram hjá teljaranum við Nauthólsvík eða um 800 hjólreiðamenn á virkum degi í september. Áberandi var hærra hlutfall í fjölda hjólreiðamanna á virkum dögum en um helgar, ásamt því var umferð árdegis og síðdegis afgerandi í sólarhringsumferðinni. Draga má þá ályktun að stígarnir eru mikið notaðir sem samgöngustígar. Hraðast fara hjólreiðamenn við Nauthólsvík og Geirsnef þar sem 80% hjólreiðamanna hjóla yfir 25 km/klst hraða. Hjólað er á öllum stöðunum hraðar á virkum dögum en um helgar og lítill hraðamunur er á hjólreiðamönnum í september og yfir vetrarmánuðina á flest öllum talningastöðunum.
Útfærsla stíganna var kortlögð og var yfir 70% af stofnstígakerfinu sameiginlegir stígar þar sem hjólreiðamenn deila stíg með gangandi vegfarendum. Hjólreiðamönnum ber að víkja fyrir gangandi vegfarendum á göngustígum samkvæmt umferðarlögum. Samkvæmt drögum að hönnunarleiðbeiningum fyrir hjólreiðar á stofnleið ekki að vera sameiginlegur stígur með gangandi vegfarendum. Yfir 70% af stofnleiðum hjólreiða uppfylla því ekki kröfur leiðbeininganna eða um 90 km af stofnstígakerfinu.
Upptaka
Glærur