Flokkur: Pistlar

Hræðileg leið fyrir hjólafólk.

Gera þarf í upphafi ráð fyrir hjólandi vegfarendum þegar vegir eru lagðir, segir Elvar Örn Reynisson, formaður Hjólreiðaklúbbsins Hjólamanna í  gein í Morgunblaðinu 14. okt. 2006.

Meira
Flokkur: Pistlar

Slys á göngustígnum í Fossvogi 25. júní 2000

Slys á göngustígnum í Fossvogi 25. júní 2000.

(Nöfnum á fólki hefur verið breytt)

Málsatvik eru þau að Helgi er að koma á hjóli sínu austan frá Heiðmörk eftir göngustígnum í Fossvogi. Alla þessa leið frá Víðidal eru hjólareinar vinstra megin á göngustígnum. Á þessari leið þarf hann nokkrum sinnum að mæta og fara fram úr hjólandi umferð með því að víkja til hægri inn á göngustíginn þar sem hjólaræman rúmar ekki hefðbundna umferð.

Meira
Flokkur: Pistlar

Ekki á að ala á ótta í forvarnarstarfi.

Í frétt á visir.is kom fram að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði að ekki eigi að ala á ótta í forvarnarstarfi. Þar hitti hún naglann á höfuðið. Persónulega hefur mér ofboðið hvernig alið er á ótta í forvarnarstarfi sumra aðila gagnvart hjólreiðafólki. Farið er fram með órökstutt mál og tilfinningarök, öllum brögðum beitt til að koma reiðhjólahjálmum á alla, óháð skaðlegum hiðarverkunum eins og því að fólk er hrætt frá því að nota þetta frábæra örugga farartæki. Eigum við ekki bara að hafa frjálst val og nota lögregluna í annað en að eltast við fólk sem vill finna vindinn leika um hárið? {jathumbnail off}

Meira
Flokkur: Pistlar

Íslensk rannsókn um gagnsemi hjálma

laeknabladidNýlega var okkur bent á íslenska rannsókn þar sem vernd hjólahjálma gegn áverkum á höfði var metin. Hún var birt í Læknablaðinu 1996 þremur árum áður en núgildandi regla var sett 1999. Þetta er mikilvægt innlegg í umræðuna núna því það er möguleiki að hjálmaskylda verði látin fylgja með í nýjum umferðarlögum sem hafa verið í vinnslu síðustu 1-2 ár. Í dag lítum við á regluna sem barn síns tíma sett að gefnum forsendum sem standast ekki skoðun og ekki hefur verið sýnt fram á gagnsemi reglunnar eins og við fjöllum ítarlega um t.d. í athugasemdum LHM við drögin að nýju lögunum og aftur við seinni drög. Greinilega hefur ekki verið tekið tillit til þess að niðurstaða þessarar rannsóknar sem greinir ekkert marktækt gagn af þeim. Þessi niðurstaða er samhljóma mörgum öðrum erlendum könnunum. {jathumbnail off}

Meira