Flokkur: Pistlar

Vetrarhjólreiðar eru ekkert mál

Það er algjör óþarfi að setja reiðhjólið inn í geymslu þó svo að veturinn sé genginn í garð. Hins vegar er kjörið að útbúa hjólið þannig að hjólreiðaferðin gangi sem best.

Góð ljós að framan og aftan
Góð ljós að framan og aftan eru nauðsynleg í vetrarskammdeginu. Ný kynslóð LED ljósa er mun öflugri en það sem var í boði fyrir bara 2-3 árum og rafhlöðurnar endast betur en í hefðbundnum ljósum svo það getur verið full ástæða til að kíkja í næstu hjólabúð og endurnýja ljósin. Rafhlöður hafa styttri líftíma í kulda, og því þarf að muna að endurnýja þær reglulega, eða endurhlaða séu notaðar hleðslurafhlöður. Sum hjól eru útbúin með rafal og þá er aldrei hætta á rafmagnsleysi.

Meira
Flokkur: Pistlar

Endurbætur frá Elliðaárósum að Hlemmi

Borgarráð samþykkti í 15. mars að heimila útboð vegna lagningu göngu- og hjólastígs frá Elliðaárósum að Hlemmi. Kostnaðaráætlun vegna verkefnisins hljóðar upp á 380 milljónir. Í bókun borgarráðs segir að til að auka enn frekar hlut hjólreiða sem almenns samgöngumáta í Reykjavík sé nauðsynlegt að ráðast bæði í uppbyggingu nýrra hjólastíga og lagfæringar á núverandi hjólastígakerfi.

Meira
Flokkur: Pistlar

Leyndarmálið að löngu heilbrigðu lífi er að hjóla í búðina

Leyndarmálið að löngu heilbrigðu lífi er að hjóla í búðina, eða svo segir í þessari frétt af niðurstöðum vísindamanna í Visconsin fylki BNA. Þetta er svo sem marg sannað en þörf áminning til Íslendinga nú þegar komið er í ljós að einungis bandaríkjamenn eiga við meira offituvandamál að stríða en Íslendingar.

Meira
Flokkur: Pistlar

Spjall um hjólreiðar í útvarpinu

Í útvarpsþættinum "Samfélagið í nærmynd" eru fluttir pistlar um hjólreiðar á þriðjudögum þar sem formaður LHM ræðir við Hrafnhildi Halldórsdóttur, þáttastjórnanda.

Þættirnir eru aðgengilegir á vef RÚV en útdrættir með pistlunum eru nú einnig komnir á vef LHM hér að neðan. Efni hvers pistils er lýst í megindráttum í neðstu töflunni.

 

Meira
Flokkur: Pistlar

Stefna ECF gagnvart lögum sem skylda notkun reiðhjólahjálma

Í tilefni þess að nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til nýrra umferðarlaga þar sem hjálmanotkun er leidd í lög fyrir 14 ára og yngri og ráðherra gefin opin heimild til að útvíkka ákvæðið fyrir fullorðna án samþykkis Alþingis er við hæfi að kynna stefnu ECF gagnvart slíkri löggjöf.

Meira
Flokkur: Pistlar

Hönnun fyrir hjólaumferð.

Inngangur:

Hér líta dagsins ljós fyrstu leiðbeiningar Reykjavíkurborgar um hönnun fyrir hjólaumferð. Leiðbeiningarnar eru unnar í kjölfarið á metnaðarfullri hjólreiðaáætlun borgarinnar sem gefin var út í febrúar á þessu ári og kallast Hjólaborgin Reykjavík.

Meira
Flokkur: Pistlar

Ferðir og fjör í Fjallahjólaklúbbnum

Hrönn

Það er gaman að hjóla, einn eða með öðrum, og gott að fá leiðbeiningar hjá þeim sem hafa reynslu, hvort sem er í tæknilegum málum eða einhverju öðru. Þá er kjörið að skella sér í heimsókn til Íslenska fjallahjólaklúbbsins en hann er fyrir alla sem nota reiðhjól sem samgöngutæki, en það er góður kostur í krepputíð þegar bensínlítrinn kostar svo mikið sem raun ber vitni.

Meira