Dagskrá laugardagsferða haustið 2021

Ferðir LHM frá Hlemmi á laugardagsmorgnum hefjast aftur núna í september og standa til loka apríl með hléi í desember. Að þeim standa Landssamtök hjólreiðamanna og aðildarfélag þess, Hjólafærni.  

Fyrir-hjólari flesta laugardaga verður Árni Davíðsson hjólafærnikennari og formaður Landssamtaka hjólreiðamanna. Farið er annan hvern laugardag. Dagskrá ferðanna er kynnt hér að neðan. Unnið er að undirbúningi og því er ekki komin endanleg dagskrá. Mæting er venjulega milli 10:00 og 10:15 og er hjólað af stað kl. 10:15. Oftast er lagt af stað frá Hlemmi en upplýsingar birtast á Facebook síðu LHM: Landssamtök hjólreiðamanna (https://www.facebook.com/LandssamtokHjolreidamanna/). Vegna Covid gilda venjulegar sóttvarnarráðstafanir á hverjum tíma miðað við ráðleggingar Landlæknis, oftast 1 m fjarlægð í ferðum og notkun andlitsgríma ef farið er inn eða í kaffi.
 
 
Dagskrá ferðanna:
  • 18. september - Hjólað um Kópavog í Samgönguviku
    Fyrsta ferðin í haust er viðburður í samgönguviku í samvinnu við Kópavogsbæ og Smáralind, hjólaferð til að skoða aðstöðu fyrir hjólandi í Kópavogi.
    Við ætlum að hittast kl. 10:00 á Hálsatorgi í Hamraborg, sem er opna torgið milli bæjarskrifstofurnar og heilsugæslunnar. Þaðan leggjum við af stað kl. 10:15 og hjólum um Digraneshálsinn, Fossvogsdal, Kársnesið og meðfram Fífuhvammsvegi í Smáralind þar sem við skoðum glæsilega nýja hjólageymslu fyrir viðskiptavini. Þaðan verður farið í Kópavogsdal og aftur í Hamraborg. Ferðinni lýkur um kl. 13 við Hálsatorg. Það er allir velkomnir í ferðina á öllum farartækjum sem eru leyfð á stígum. Reiðhjól, rafhjól, rafskutlur, rafskútur o.s.frv..
  • 2. október - Reykjavík og Róm
    Önnur ferðin í haust er útsýnisferð um hæðirnar í Reykjavík. Það er skemmtileg að Reykjavík innan Elliðánna stendur á um 7 hæðum eins og Róm hin forna. Í ferðínni hjólum við á hæðirnar 7 og byrjum á Landakotshæðinni. Margir eru komnir á rafmagnshjól og finnst auðvelt að hjóla upp brekkur en hæðirnar Reykvísku eru þó engin fjöll og oftast lítið mál að hjóla á þær.
  • 16. október - Framhaldsskólar borgarinnar
    Í þriðju ferðinni í haust ætlum við að hjóla á milli framhaldsskólanna í borginni. Þar hefur aðstaðan fyrir hjólandi í mörgum skólum batnað hin síðari ár og við kikjum m.a. á það.
  • 30. október - Hafnir Reykjavíkur
    Í fjórðu ferðinni ætlum við að hjóla um hafnir Reykjavíkur og skoðum þá líka aðstæður fyrir hjólandi vegfarendur.
  • 13. nóvember - Ferðin fellur niður
    Af óviðráðanlegum orsökum verður engin ferð 13. nóvember.
  • 27. nóvember - Jólaljósaferð
    Við ætlum að hjóla um bæinn og kíkja á jólaljós og undirbúning jólanna áður en við tökum desember frí. Velkomið að skreyta hjólin líka.

Hjólaðar eru mismunandi leiðir um borg og bý eftir rólegum götum og stígum í 1-2 tíma. Markmiðið er að hittast og sjá og læra af öðrum hjólreiðamönnum hversu auðvelt er að hjóla í bænum. Mikið lagt upp úr spjalli og rólegri ferð.

Ferðirnar eru ókeypis og allir velkomnir. Allir sem kunna að hjóla eiga að geta tekið þátt. Meðalhraði fer eftir hægasta manni en ætti oftast að vera á bilinu 10-20 km/klst. Þegar vetrar og dimmir þarf að gera ráð fyrir hlýjum og skjólgóðum fatnaði og að hafa ljós að framan og aftan. Í hálku er öryggi í nagladekkjum á hjólinu. Auðvelt er að taka strætó á Hlemm og aðra upphafsstaði með hjólið á laugardögum, áætlun strætó er á www.straeto.is.
Fyrirvari er um að menn hjóla á eigin ábyrgð að öllu leyti.
 
Ef menn vilja bæta öryggi sitt á hjólinu og fá kennslu í samgönguhjólreiðum er hægt að óska eftir kennslu á öðrum tímum. Hjólaafærni veitir margháttaða þjónustu sem hægt er að kynna sér á vefnum www.hjolafaerni.is eða með því að hringja.
 
Frekari upplýsingar má fá í síma eða í tölvupósti og sömuleiðis má láta vita af þátttöku í laugardagsferð.
 
Árni Davíðsson
s. 862 9247
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Sesselja Traustadóttir
s: 864 2776
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kort af lituðum lykileiðum.