Stjórnin hefur skipað þriggja manna kjörnefnd sem gerir tillögu til aðalfundar um menn í stjórn, varastjórn og sem endurskoðendur. Kjörnefndina skipa Árni Davíðsson, Haukur Eggertsson og Ásbjörn Ólafsson. Kjörnefnd skilar stjórninni tillögum sínum eigi síðar en viku fyrir aðalfund.
Hver sá sem vill gera tillögu um menn til kjörs í stjórn, varastjórn eða sem skoðunarmann reikninga skal á sama hátt hafa skilað stjórn LHM tillögu þess efnis fyrir áðurgreindan tíma með fullgildu samþykki viðkomandi. Aðeins skal kosið um þá menn sem tillaga hefur verið gerð um til stjórnarinnar skv. því sem að ofan greinir. Heimilt er að stinga upp á frambjóðendum á aðalfundi en þá þarf a.m.k. helmingur fundarmanna að samþykkja að frambjóðandi sé í kjöri.
Tillögur sem einstök félög/félagar hyggjast bera upp á aðalfundi sem og tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn samtakanna eigi síðar en 2 vikum fyrir aðalfund. Stjórnin sendir síðan aðildarfélögum LHM tillögurnar fyrir aðalfundinn. Tillögur má senda á
Rétt til setu á aðalfundi hafa allir fullgildir félagar í aðildarfélögum LHM.
Aðalfundur er löglegur án tillits til fjölda þeirra sem á hann mæta ef löglega er til hans boðað. Enginn fundarmaður er með meira en 1 atkvæði á aðalfundi og ekki er heimilt að fara með umboð annars við atkvæðagreiðslu eða kosningar.
Gert er ráð fyrir fundurinn geti breytt röð dagskrárliða.
Dagskrá fundarins er eins og hér segir:
1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
2. Ársskýrsla stjórnar
3. Skýrslur nefnda
4. Umræður um skýrslur
5. Reikningar bornir upp
6. Tillögur aðildarfélaga
7. Umræður um tillögur aðildarfélaga
8. Kynning frambjóðanda og fyrirspurnir til þeirra
9. Kjör formanns
10. Kjör meðstjórnanda, skoðunarmanns reikninga og nefnda
- 2-3 meðstjórnendur kosnir til tveggja ára.
- 1-2 varastjórnarmenn kosnir til eins árs.
- skoðunarmaður reikninga og einn til vara
- starfsnefndir
11. Fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár lögð fram
12. Önnur mál
13. Fundargerð lesin og samþykkt
Stjórn Landssamtaka hjólreiðamanna