Skólabörn hjóla umhverfis jörðina

hjólað umhverfis heiminn á 80 dögumÍ bænum Fredericia er nú skemmtilegt verkefni í gangi þar sem skólabörn ætla að hjóla umhverfis jörðina á 80 dögum líkt og í sögunni. Á ferðalaginu kynnast þau fjarlægum stöðum og líkt og í sögunni er þetta líka svolítið kapphlaup á milli bekkja.

Ferðalagið er ekki dýrt því börnin skiptast á að hjóla með GPS tæki og skrá hjólaða kílómetra á vefsíðu sem heldur utan um leikinn. Þegar þau ná áfangastöðum fá þau póstkort þaðan og skemmtilegar sögur.

Þetta er eitt af fjölmörgum verkefnum sem Troels Andersen kynnti á hjólaráðstefnu LHM á Samgönguviku 2011. Hann  starfar að því að efla hjólreiðar hjá Fredericia Cykelby og Cycling embassy of Denmark.

Væri ekki kjörin leið til að hvetja íslensk skólabörn að hjóla og hreyfa sig?

Nánari upplýsingar um verkefnið: www.eltis.org/index.php?id=13&study_id=3050 og leikinn má sjá hér: www.80dage.dk/fredericia/