
Pallborð með frambjóðendum í Reykjavík 2018
Lýðheilsa, Loftslag og Samgöngur -
pallborð með frambjóðendum í Reykjavík 15. maí 2018.
Fundurinn hófst með þremur fræðsluerindum um málefni kvöldsins.
- Gígja Gunnarsdóttir frá Embætti landlæknis, um lýðheilsumál tengd samgöngum.
- Sigurður Thorlacius umhverfisverkfræðingur, um loftslagsmál.
- Þorsteinn R. Hermannsson Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, um samgöngur.
Að fræðsluerindum loknum fengu frambjóðendur tækifæri til að koma áherslum sinna flokka sem snúa að málefnum kvöldsins á framfæri og að lokum voru spurningar úr sal.
Eftirfarandi frambjóðendur komu á pallborðið:
- Ingvar Már Jónsson, Framsóknarflokki
- Baldur Borgþórsson, Miðflokki
- Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Pírötum
- Kristín Soffía Jónsdóttir, Samfylkingu
- Hildur Björnssdóttir, Sjálfstæðisflokki
- Pawel Bartoszek, Viðreisn
- Gústaf Adolf Bergmann Sigurðarson, Vinstri Grænum
- Snorri Marteinsson, Höfuðborgarlistinn
- Þór Elís Pálsson, Flokkur Fólksins
- Þorvaldur Þorvaldsson, Alþýðufylkingin
- Steinunn Ýr, Kvennahreyfingin
- Sanna Magðdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokkurinn
Dagur B. Eggertsson, Líf Magneudóttir og Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir forfölluðust vegna fundar í borgarstjórn á sama tíma.
Fundarstjóri var Ketill Berg Magnússon hjá Festu.
Að fundinum stóðu:
- Samtök um bíllausan lífstíl
- Vistbyggðarráð
- Hjólafærni
- Landsamtök Hjólreiðamanna
- Ungir Umhverfissinnar
- Landvernd
Áður en umræður hófust svöruðu allir frambjóðendum eftirfarandi spurningum:
“Hvaða þrjár aðgerðir í samgöngumálum myndir þú ráðast í stax á næsta kjörtímabili til að tryggja það að höfuðborgarsvæðið hafi möguleika á að verða kolefnishlutlaust árið 2040 eða fyrr?”
“Hvað finnst þér um að taka upp lýðheilsumat í starfi borgarinnar þ.e. að við undirbúning stefna og aðgerða séu áhrif á lífshætti, heilsu og líðan borgarbúa metin.”
„Er ljóst í þínum huga að það sé gott fyrir veski íbúa og umhverfið í borgum að sem flestir geti stundað bíllítinn eða bíllausan lífstíl?“