Hjólað til framtíðar 2011

radstefna

Hjólað til framtíðar, ráðstefna um eflingu hjólreiða til samgangna

Í upphafi samgönguviku í ár, þann 16. september 2011, stóðu Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi fyrir ráðstefnu með yfirskriftina Hjólum til framtíðar.  Ráðstefnan var haldin í Iðnó í miðborg Reykjavíkur. Áhersla ráðstefnunnar var á hvernig stuðla megi að auknum hjólreiðum, hver staðan sé á Íslandi og hvert stefnan sé tekin.

Þrír erlendir fyrirlesarar komu til landsins vegna ráðstefnunnar en auk þeirra fluttu Íslenskir fyrirlesarar erindi. Þar á meðal var  innanríkisráðherra sem ávarpaði ráðstefnuna og tók þátt í pallborðsumræðum.

Fyrir neðan er dagskrá ráðstefnunnar ásamt ágripum og glærum. Fyrir neðan eru svo hljóðupptökur frá deginum.
Ráðstefnan var haldin með stuðningi frá Reykjavíkurborg og Landlæknisembættinu auk annarra styrktaraðila.