Hjólað til framtíðar 2012

Hjólað á köldum svæðum er leikur einn                

Hjólaráðstefnan Hjólum til framtíðar 2012 - rannsóknir og reynsla var haldin 21. september. Dagskrá og upptökur eru hér fyrir neðan.

Í ár var áherslan á það sem efst ber á baugi í heimi hjólavísindanna og reynslu þeirra sem hafa eflt hjólreiðar í sínu nærumhverfi. Rannsókn um Hjólreiðar á köldum svæðum er eitt lykilerinda ráðstefnunnar. Þar kemur fram að öflugasti hópur hjólreiðamanna borgarinnar Oulu er á aldrinum 15 – 25 árs og um 30% þeirra hjóla árið um kring allra sinna ferða í allt að -30° frosti. Til samanburðar hefur þessi hópur hjólandi verið nánast ósýnilegur á Íslandi.

Til landsins komu virtir vísindamenn með fyrirlestra, m.a. frá Bretlandi og Finnlandi. Einnig voru innlendar hjólatengdar rannsóknarniðurstöður og rannsóknir kynntar auk þess sem farið var yfir reynslu einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga af eflingu hjólreiða.