Reiðhjólaferðir fyrir erlenda ferðamenn - Bísness eða hobbý?

Stefán segir frá upphafi Reykjavik Bike Tours 2008, reynslu fyrirtækisins af þjónustu við erlenda ferðamenn, og framtíðarhorfum.

Stefán Helgi Valsson er annar tveggja stofnenda Reykjavik Bike Tours, ferðaþjónustu sem sérhæfir sig í reiðhjólaferðum með faglegri leiðsögn um Reykjavík og nágrenni. Stefán hefur meistarapróf í ferðamálafræði frá Stenden University í Hollandi. Hann hefur starfað við leiðsögn erlendra ferðamanna frá árinu 1988 og hefur m.a. sinnt kennslu við Leiðsöguskóla Íslands, Ferðamálaskóla Íslands, Háskóla Íslands og Háskólann á Hólum.