Hjólabókin

Ómar Smári Kristinsson, höfundur Hjólabókarinnar, er myndlistarmenntaður teiknari með hjólabakteríu.

Smári segir frá því hvað varð til þess að hann skrifaði Hjólabókina. Hann ræðir um hin nánu tengsl á milli hvatarinnar að verkinu og hugmyndafræði þess. Hann útskýrir val sitt á efnistökum og útlistar hvernig hann kemur efninu til skila til lesandans. Þar verður ljósinu sérstaklega beint að praktískum upplýsingum bókarinnar, svo sem hvernig bratti hjólaleiða er sýndur. Loks segir Smári frá framtíðaráformum varðandi Hjólabókina, en sú sem komin er út er aðeins sú fyrsta af mörgum. Um áhrif bókarinnar á samfélagið getur Smári lítið sagt, en hann veltir því þó fyrir sér.