Frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum í samráðsgátt

Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) komu eftirfarandi umsögn á framfæri við frumvarp til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 77/2019, sem kynnt var á samráðsgátt stjórnvalda, mál nr. 172/2022. Helstu athugasemdir eru eftirfarandi:

LHM eru hlynnt því að smáfarartæki verði skilgreind sem sér flokkur og að óheimilt verði að breyta hraðastýringum.
LHM hefur efasemdir um að setja sömu áfengisreglur fyrir smáfarartæki og bíla og bendir þess í stað þá lausn að takmarka útleigu um nætur um helgar.
Þá er bent á að það virðist óskýrt hvort skráningar- og vátryggingarskylda verði á smáfarartækjum.
Athugasemdir eru gerðar við hugmyndir um reiðstíga í frumvarpinu.
LHM áréttar að taka þurfi á lagningu smáfarartækja á stígum og gangstéttum sem er ekki gert í frumvarpinu.

Tvær athugasemdir eru við einstakar greinar frumvarpsins og tillögur að breytingum:
1. Tillaga: b. liður 1. gr. um breytingu á 1. mgr. 3. gr. umferðarlaga verði.
„Reiðstígur: Vegur eða stígur skipulagður af sveitarfélagi fyrir umferð reiðmanna á hestum og merktur er sem slíkur, þar sem vélknúin umferð er bönnuð. Aðrir vegfarendur taki sérstaka tillit til reiðmanna og heimilt er að banna hjólreiðar á slíkum leiðum ef nauðsyn krefur.“
2. Lagt er til að á eftir 3. mgr. 28. gr. bætist við ný 4. málsgrein svohljóðandi og breytist röð málsgreina til samræmis: „Eigi má leggja smáfarartæki, léttu bifhjóli í flokki I eða reiðhjóli á stöðum þar sem þau hindra umferð og skapa hættu.“

 

   Frumvarpið í samráðsgátt, mál nr. 172/2022.

 

   Umsögn LHM.