Umsögn um frumvarp: Einnota umbúðir skilagiald.

LHM gerði umsögn um frumvarp um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur (endurvinnsla og skilagjald), 505. mál, lagafrumvarp  á 151. löggjafarþing 2020–2021.

Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) vilja að hægt sé að sinna öllum helstu athöfnum daglegs lífs með auðveldum hætti með því að hjóla eða ganga. Ef íbúar vilja skila skilagjaldskyldum umbúðum í dag þurfa þeir oftast að fara langa leið og er óþægilegt fyrir marga að ganga eða hjóla 5-10 km til að koma umbúðum til skila í flöskumóttöku Endurvinnslunnar. Í nágrannalöndum okkar eru þeir aðilar sem selja þessar vörur í smásölu einnig skuldbundnir til að taka við umbúðunum aftur á sölustað. Til að ná því markmiði að hægt sé að skila umbúðum auðveldlega með því að ganga eða hjóla leggja LHM til að smássalar verði skyldaðir til að taka á móti einnota umbúðum á sölustað. Til eru handhægar söfnunarvélar sem lesa strikamerki og þjappa umbúðum síðan saman þannig að flutningur þeirra verður fyrirferðarminni. Að auki mundi þetta fyrirkomulag að öllum líkindum leiða til betri skila á umbúðum auk þess sem betri yfirsýn getur fengist yfir skil á umbúðum.

Tillaga:

Í 3. gr. frumvarpsins komi ný málsgrein 4. mgr:
„Söluaðilar drykkjarvara í skilagjaldsskyldum umbúðum skulu veita notuðum skilagjaldsskyldum umbúðum viðtöku á sölustað og endurgreiða neytendum skilagjaldið.“ Ef þurfa þykir mætti bæta við að söluaðilar haldi eftir umsýsluþóknun sem væri  x kr á hverri einingu umbúða.

Fulltrúi LHM mætti á netfund Umhverfis- og samgöngunefndar þann 25. mars og mælti fyrir tillögu samtakanna. Fyrirspurn kom frá nefndarmanni og var reynt að svara henni með töluvpósti þann sama dag. Hann er hér að neðan:

Á fundi umhverfisnefndar þann 25. mars kom kom fyrirspurn, vegna umsagnar Landssamtaka hjólreiðamanna, um fyrirkomulag móttöku á einnota umbúðum í öðrum löndum. Hægt er að skoða það í Svíþjóð hér og í Finnlandi hér.
Í báðum þessum löndum skrifa sölustaðir undir samkomulag við þeirra endurvinnslu og fá hluta af skilagjaldi samkvæmt ákveðnum reglum til að standa straum af kostnaði. Í Svíþjóð kaupa verslanir móttökuvélar og eiga þær sjálfar. Í Svíþjóð eru skilaumbúðir sóttar annaðhvort með 1) sér bíl frá endurvinnslunni sem tekur flokka umbúða aðskilið beint í bílinn (þar sem eru mikil skil) eða 2) verslun setur skilaumbúðir í poka eða kassa, merkir þær með strikamerki og sendir með bílum birgja eða með öðrum hætti í endurvinnslu (lítil skil).

 Frumvarpið
 
 Umsögn LHM