Skógarhlíð deiliskipulag hjólastígur og undirgöng undir Litluhlíð

Reykjavíkurborg auglýsti nýlega tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar vegna nýrra undirganga undir Litluhlíð og nýrra göngu- og hjólastíga meðfram Skógarhlíð.

 Jafnframt er aflagður göngustígur meðfram Bústaðarvegi. 

Þetta virðist vera mun betri lausn en núverandi lega stíga. Leið hjólandi og gangandi yrði mun beinni og greiðari og engar þveranir á kaflanum frá Litluhlíð að Hringbraut en tvö "samrými" í Skógarhlið, annað vestast en hitt austast. Hæðarlega yrði líka betri og brekka meira aflíðandi.

Með þessu myndi umferð hjólandi færast aftur yfir í Skógarhlíð. Þeir sem muna eftir gömlu Skógarhlíðinni þá var hjólað á henni frá Hringbraut að Sæbóli í Kópavogi áður en Bústaðavegur var lagður í núverandi legu sem stofnbraut.


Deiliskipulagstillöguna má skoða hér

Umsögn LHM um tillöguna má sjá hér