Breyting á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013

Lögð voru fram drög að breytingum á lögum um náttúrvernd á samráðsgátt stjórnvalda. 
Áformað er að leggja fram á vorþingi 2019 frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd nr. 60/2013.
 
Lagðar eru til tilteknar breytingar á lögunum í því skyni að styrkja almannarétt einstaklinga sem ferðast um óræktuð eignarlönd í byggð.
 
Lagt er til að ekki verði heimilt að meina einstaklingum að fara um slík svæði nema nauðsynlegt sé að takmarka umferð vegna nýtingar eða verndunar svæðisins. Jafnframt er lagt til að ekki sé heimilt að takmarka umferð um slík svæði með gjaldtöku fyrir aðgang.
 
Í frumvarpinu er lagt til á móti víkkun á rétti einstaklinga að landeigendur hafi meiri rétt til að ákveða hvort land þeirra í byggð sé nýtt undir endurteknar skipulegar hópferðir í atvinnuskyni. Þá ert gert ráð fyrir beinu samþykki hlutaðeigandi landeiganda fyrir slíkri nýtingu þriðja aðila á landi hans sé hætta á spjöllum á náttúru eða ónæði.
 
Einnig eru lagðar til breytingar á ákvæðum sem snúa að innflutningi lifandi framandi lífvera til landsins. Markmið þeirra breytinga sem þar eru lagðar til eru að að skýra málsmeðferð, auka skilvirkni og minnka flækjustig umsóknarferils hins almenna borgarara.
 
Það sem er Landssamtökum hjólreiðamanna helst þyrnir í augum er 2. mgr. 19. gr. núverandi laga, sem kveður á um heimild ráðherra til þess „að setja í reglugerð nánari ákvæði um
umferð hjólreiðamanna“. Engar heimildir eru fyrir ráðherra til að setja sérákvæði um umferð gangandi, skíðandi, skautandi o.s.frv., og því óþarft að hafa þessa heimild inni í lögunum
 
Breytingartillaga LHM gengur útfrá því að fella niður sérgrein um hjólreiðar og að bæta hjólreiðum inn i upptalningu í 18. gr. gildandi laga, á eftir orðinu gangandi og á undan orðunum á skíðum. Til vara er lagt til að 2. mgr. 19. gr. núgildandi laga falli niður. 
 
Tillaga: Ný 2. gr. frumvarps til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013, með síðari breytingum orðist svo:
18. gr. heiti Umferð gangandi og hjólandi manna.
Við 1. mgr. 18. gr. bætist orðið hjólandi í upptalningu á eftir gangandi og á undan á skíðum.
Við 18. gr. bætist ný 3. mgr. sem er samhljóða núverandi 1. mgr. 19. gr. Þegar farið er á reiðhjólum um landið skal fylgt vegum og skipulögðum reiðhjólastígum eins og kostur er. 
19. gr. um umferð hjólreiðamanna falli brott.
 
Frumvarpið hefur ekki verið lagt fram á núverandi þingi (150. þingi) enn sem komið er.

Drög að frumvarpi á samráðsgátt stjórnvalda.  

Umsögn LHM um frumvarpið.